Örvitinn

Skandall skandall

Stundum er skandallinn alls enginn skandall.

Ef ráðinn er starfsmaður í fjármálastofnun verða allir brjálaður ef sá hinn sami hefur einhverntímann unnið fyrir einhverja útrásarvíkinga. Jafnvel þó maðurinn hafi bara verið starfsmaður á gólfi í fyrirtæki og fólk geti ekki bent á nokkurn umsækjanda sem var hæfari í starfið.

Fólk rembist við að finna skandala og rambar því stundum á eitthvað sem er ósköp eðlilegt en auðvitað trúir það fyrstu sögunni sem það heyrir, vegna þess að þetta hlýtur að vera skandall. Ekki hjálpar að fréttamenn eru upp til hópa ekkert merkilegri en við hin.

Ekki eins og það sé ekki nóg af rugli og spillingu í gangi.

pólitík