Örvitinn

Tölva komin í gang

Ég kláraði uppsetningu á nýrri heimilistölvu í dag. Keypti tölvu og skjá í gær, dundaði mér svo við að setja allt saman í gærkvöldi en lenti í smá vandræðum. Annar minniskubburinn var ónýtur og svo kom í ljós að stýrikerfisdiskurinn úr gömlu vélinni var ekki í lagi. Ég hafði vonast til að geta notað hann áfram svo ég þyrfti ekki að setja upp stýrikerfi. Skipti minninu í dag og keypti harðan disk. Setti Windows 7 upp á vélina, keyrði sjálfvirkar uppfærslur og setti upp Sims 3. Það var reyndar bölvað vesen að setja Windows 7 upp á nýja diskinn, uppsetningarferlið var með leðindi og vildi ekki sjá hann fyrr en ég var búinn að setja upp partition á honum.

Núna virkar allt eins og í sögu.

Óskaplegur munur að vera kominn með almennilegan skjá og gott lyklaborð. Munar líka dálítið miklu í plássi á nýja og gamla skjánum.

Þetta er semsagt Intel Core2 Duo E8400 gjörvi, 4GB DDR2 800 minni og Nx8400gs 512MB skjárt frá Tölvulistanum og 24" BenQ skjár frá Tölvutek.

Í kvöld þarf ég svo að sjá hvort ég næ ekki gögnum af disknum sem dó, flestar myndirnar og myndböndin hennar Gyðu eru á honum.

græjur
Athugasemdir

Daníel - 12/06/09 08:15 #

Sæll,

Hvernig lýst þér á W7? Maður hefur heyrt ólíka hluti af því.

Matti - 12/06/09 09:40 #

Það virkar ágætlega á mig eins og er. Ég þurfti ekki að setja upp einn einasta driver og uppsetning tók afar stuttan tíma eftir að ég kláraði vesenið með harða diskinn.

Svo á bara eftir að koma í ljós hvort þetta er betra en Vista.

Helst hefði ég viljað geta haldið áfram með XP uppsetninguna sem ég var með, en fyrst ég neyddist til að setja upp stýrikerfi aftur fannst mér ágætt að prófa sjöuna.

Matti - 12/06/09 09:40 #

Annars hef ég lítið fengið að vera í tölvunni eftir að uppsetning kláraðist :-)