Örvitinn

Hringnum lokað

Komum heim rétt áðan og kláruðum þar með hringferð. Lögðum af stað úr bænum á fimmtudag, gistum fyrstu nótt á Akureyri, næstu tvær í Hallormsstað þar sem við vorum á ættarmóti, svo í Höfn og lokanóttina vorum við rétt hjá Kirkjubæjaklaustri. Ítarlegri ferðasaga kemur síðar.

dagbók
Athugasemdir

Arnar - 01/07/09 03:33 #

Guði sé lof að þið komust óhult frá þessu ferðalagi....

Matti - 01/07/09 09:48 #

Bakkus var með í för og stóð sig ágætlega. Veðurguðir stóðu sig vel fyrir austan. Aðrir guðir létu lítið fyrir sér fara.

Arnold - 01/07/09 10:34 #

Það er alltaf hægt að treysta á Bakkus. Meira en hægt er að segja um aðra guði. Og meira að segja þó heil ríkistjórn berjist gegn honum. Það eru lagðir honum til höfðus milljarða skattar á meðan aðrir guðir njóta milljarða framlaga úr ríkissjóði. Bakkus er mikill. Dýrð sé honum.