Örvitinn

Veitingastađurinn í Vogafjósi

Á föstudag ókum viđ frá Akureyri til Egilstađa. Stoppuđum á Mývatni og fengum okkur hádegismat í Vogafjósi. Ţar er bođiđ upp á veitingar úr hráefni af stađnum.

Mikiđ óskaplega langađi mig til ađ falla fyrir ţessum stađ. Ţví miđur stóđst hann ekki vćntingar.

Mosarella ostur í Vogafjósi

Međal annars var bođiđ upp á heimagerđann mosarella- og fetaost, reyktan silung, heimabakađ hverarúgbrauđ, kjötsúpu og tvíreykt hangikjöt.

Ég fékk mér mosarellaost og verđ ađ segja eins og er, ţetta var óskaplega óspennandi. Osturinn var ţokkalegur og tómatarnir ekki vondir en annađ er ekki hćgt ađ segja um ţetta. Ţurrkađri basiliku úr stauk var stráđ yfir réttinn. Hvernig í ósköpunum stendur á ţví ađ fólk notar ekki ferska basiliku međ svona rétt? Ţetta ćtti ađ vera bannađ.

Mamma fékk sér salat sem var afskaplega óspennandi (kínakál, tómatar, rauđlaukur, fetaostur etc - semsagt međlćti)en rándýrt, kostađi 2400.-, fyrir slíka upphćđ mćtti salatiđ vera spennandi og kívíiđ skrćlt! Pabbi fékk sér reyktan silung og var sáttur. Gyđa var ánćgđ međ kjötsúpuna. Jóna Dóra og Kolla fengu sér Crepes og voru ánćgđar. Inga María og Ásdís birta kvörtuđu ekki undan grilluđu samlokunum.

Ţannig ađ maturinn var misspennandi en verđlagiđ er ađ mínu mati út úr öllu korti. Rétturinn minn kostađi 2500.-. Ţetta borgađi ég fyrir sex sneiđar af mosarella osti (kannski ein kúla, kostar 250 úti í búđ), einn tómat, smá kál, fetaost og rúgbrauđssneiđ. Fyrir svona pening hefđi smjöriđ átt ađ koma fallega skreytt á borđiđ en ekki í umbúđum frá MS.

Ofan á ţetta bćtist svo ađ ţrátt fyrir ađ viđ vćrum ađ versla fyrir um tuttugu ţúsund krónur í hádeginu var ekki hćgt ađ fá ađ smakka flís af hráa tvíreykta hangikjötinu. Kokkurinn sendi skilabođ um ađ viđ ţyrftum ađ kaupa disk (á 2900.-) til ađ fá ađ smakka. Viđ vorum ekki ađ biđja um smakk fyrir alla á borđinu, pabbi bađ um "flís". Ţetta er tómt rugl.

Ég var semsagt óskaplega spenntur fyrir veitingastađnum í Vogafjósi en varđ fyrir miklum vonbrigđum. Fer ekki aftur.

veitingahús
Athugasemdir