Geitungur og fríþenkjarar
Þessi veitti mér selskap þegar ég sat úti á palli áðan og las um fríþenkjara í Bandaríkjunum. Kom nokkrar ferðir og safnaði efni í bú (eða hvað?).
Mig langar enn í macro linsu. Studdist við "macro" fítusinn á Nikkor 35-70 2.8 linsunni sem virkar bara á 35mm. Þetta er 100% eða því sem næst.
Bókin um fríþenkjara í sögu Bandaríkjanna er heillandi lesning. Meira um það á morgun eða hinn.
Athugasemdir
Kalli - 09/07/09 22:46 #
Andskotans vesen að pre-AI linsur gangi ekki á flestar Nikon DSLR. Það er Micro-Nikkor 55mm f/3.5 á KEH einmitt núna á $47. M2 millihringur og þú ert kominn í 1:1.
Reyndar fixarðu hana yfir í AI með smá handlagni sko...
Þessar linsur koma alltaf fram öðru hvoru hér í Svíþjóð á stöðum þar sem maður leitar að notuðum linsum. Ca. 1000 sænskar.