Örvitinn

Gras

Spiluðum á grasi í hádeginu þar sem gervigrasið var í notkun, unglingar að spila á Rey Cup.

Mikið óskaplega var gott að komast á grasvöll, ég hef ekki sparkað á túni í mörg ár og þó gervigrasvellirnir séu orðnir asni góðir eru þeir einfaldlega ekki jafn góðir og fínir grasvellir. Æfingasvæði Fram er ansi fínt.

Annars er það af knattspyrnuiðkun vikunnar að segja að ég skoraði ekki eitt einasta mark í þremur tímum. Ekki eitt. Arnaldur skoraði fjögur eða fimm í dag. Maður á náttúrulega ekki að segja frá þessu.

dagbók
Athugasemdir

Arngrímur - 23/07/09 18:08 #

Mikið var ég feginn þegar ég sá að þetta var ekki enn ein kannabisfærslan ... (n.b. ekki sérstaklega beint til þín)