Örvitinn

Leikarar

Kolla og Inga María voru á námskeiði hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu í vikunni. Í gær lauk námskeiðinu með leikriti. Systurnar stóðu sig afskalega vel, mundu allar sínar línur og voru ófeimnar á sviði. Kemur reyndar ekkert á óvart með Kollu sem er óskaplega opin og ófeimin stelpa. Inga María hefur alltaf verið feimnari týpa, líkari pabba sínum, en fór létt með þetta.

fjölskyldan
Athugasemdir

Sirry - 26/07/09 16:28 #

hahaha ert þú feimnatípan ?? Ja þá þekki ég þig ekki rétt.

Matti - 26/07/09 23:56 #

Ég er nú samt óskaplega feiminn. Örlítið minna feiminn ef þú hellir smá bjór í mig ;-)