Örvitinn

Stál

Fyrir ellefu árum, þegar Menningarnótt var haldin í Reykjavík, létum við hjónin pússa okkur saman í Stjörnuheimilinu í Garðabæ. Höldum upp á daginn með því að kíkja á dagskrá Menningarnætur. Förum í bæinn um eitt og verðum fram á nótt.

Ætlum að byrja við Höfða og höfum svo merkt við helling af atburðum sem okkur langar að sjá. Í kvöld eru stelpurnar spenntar fyrir tónleikunum í Hljómskálagarði en ég spenntari fyrir Ingólfstorgi. Vonandi verður veðrið ekki of leiðinlegt.

dagbók