Bráðum gift
Kata og Arnaldur ætla að giftast á morgun. Í dag æfðu þau sig í kirkjunni. Ég veit ekki alveg hvaða svipur þetta er á Arnaldi.
Hörður - 28/08/09 17:17 #
Giftur sviftur(sjálfsforræði)
Sirrý - 29/08/09 00:17 #
Þau eru svo mikil krútt. Eru þið til í að skila kveðju frá mér á morgun.
Matti - 29/08/09 10:15 #
Ef þú smellir á myndina sérðu hana stærri og undir helstu upplýsingar (116mm, 800 iso, f/4, 1/400s). Myndin er tekin með Nikon D700 og Nikkor 80-200 f/2.8 ED sem er gamall traustur jálkur. Ég styðst bara við dagsljósið í þetta skipti og því er happa og glappa hvernig ljósið fellur á þau þegar þau ganga inn kirkjugólf.
Arnold - 30/08/09 15:17 #
Laugarneskirkja? Skemmtilega birta oft þarna en getur verið erfið ef það er glennisól þegar hún er orðin lágt á lofti. Ég lenti þarna einu sinni í miklum vandræðum með lýsingu. Þá komu geislar sólar eins og spotljós inn um gluggana. Bruðguminn lenti inn í geisla en brúðurinn utan við altarið. Því líkt vesen að græja það. Með ljósmyndavænni kirkjunum engu að síður.