Örvitinn

Nýgift

Arnaldur og Kata yfirgefa samkvæmið.

Nýgift

Fleiri myndir, unnar með hraði fyrir vef. Ég á eftir að bæta töluverðu í sarpinn. Það tekur bara dálítinn tíma að renna í gegnum tæplega 1700 myndir. Klukkan á D50 vélinni sem ég fékk lánaða hjá tengdó var vitlaust stillt þannig að myndirnar úr henni koma ekki í réttri röð í syrpunni.

myndir
Athugasemdir

Sigþór - 31/08/09 21:24 #

Þetta myndasafn er það alflottasta sem ég hef nokkurn tímann séð úr nokkru brúðkaupi. Til hamingju með stórkostlega vinnu.

Kata - 31/08/09 22:03 #

Sammála Sigþóri,algjör snilld. Takk fyrir Matti enn og aftur þú ert algjör snillingur :)

Matti - 31/08/09 23:50 #

Takk fyrir hrósið krakkar, ég kann að meta það :-)

Ég var að bæta inn nokkrum myndum í viðbót, setti þær í sér albúm. Eins og hinar þá er þetta hraðunnið, í mesta lagi mínúta á mynd. Við förum svo saman yfir þetta bráðlega.

Á eflaust eftir að bæta við nokkrum myndum í viðbót.