Örvitinn

Er tími SSD drifa kominn?

Coding horror: The State of Solid State Hard Drives

In my humble opinion, $200 - $300 for a SSD is easily the most cost effective performance increase you can buy for a computer of anything remotely resembling recent vintage. Whether you prefer the 80 GB X25-M SSD or the 128 GB Crucial SSD, it's money well invested for people like us who are obsessive about how their computer performs.

Þetta er afar áhugavert. Spurning hvort ég kaupi 80GB SSD drif í borðtölvuna áður en ég set Windows 7 upp (aftur) þegar stýrikerfið kemur á markað.

græjur vísanir
Athugasemdir

Arnar - 14/10/09 11:47 #

Þessi drif eru ekki alveg jafn æðisleg og þau líta út fyrir að vera.

Myndi googla "sdd fragmentation", "sdd lifespan" og "sdd performance" (sem tengist reyndar fragmentation) áður en þú tekur ákvörðun.

Minnir reyndar að þrátt fyrir 'slowdown' þá séu þau hraðari en venjulegir hdd.

Svo það er bara spurning um að taka upplýsta ákvörðun (vita af göllunum) og meta það hvort þau séu þess virði. Persónulega finnst mér þau enn of dýr.

Matti - 14/10/09 11:48 #

Í færslunni sem ég vísa á bendir gaurinn einmitt á að hingað til hafi drifin verið frekar ömurleg en nýjasta kynslóð SSD drifa sé aftur miklu betri.

Gummi Jóh - 14/10/09 11:54 #

SSD sem boot up diskur er víst helber snilld en menn tala alltaf um fragmentation sem vandamál.

Matti - 14/10/09 11:57 #

Hugmyndin er einmitt að setja stýrikerfi og forrit á SSD drif en gögn og tmp skrár á venjulegan disk.

Mér sýnist SSD drif vera ansi dýr hér á landi og hef ekki hugmynd um hvort þessi nýju drif, sem mælt er með í greininni, séu yfir höfuð til á Íslandi.

Kalli - 15/10/09 10:56 #

Einn af kostunum við að hafa ekki efni á að endurnýja gömlu OrkuBókina mína er að mig dreymir um að SSD verði nógu sjálfsagður kostur þegar ég fæ mér loksins MacBook Pro að 256GB eða stærri SSD verði augljósi valkosturinn.

Svo er spurning hvort það sé ekki kominn tími á þetta rugl að hafa geisladrif í fartölvunni sinni. Henda því út fyrir annað SSD drif og RAIDa þetta allt svo til andskotans.

Matti - 15/10/09 10:59 #

Mín ferðatölva er ekki með innbyggt DVD drif heldur fylgir með utanáliggjandi drif. Þar með er vélin sjálf miklu minni. Ég nota drifið sárasjaldan, eiginlega aldrei.

Óli Gneisti - 15/10/09 11:28 #

Ég keypti mér utanáliggjandi dvd-drif fyrir svona tveimur árum þegar drifið í tölvunni minni drapst. Síðan keypti ég litla eee tölvu og tengi hana örsjaldan við drifið.