Örvitinn

Humarsúpa

Ég eldađi humarsúpu í hádeginu í tilefni dagsins.

Byrjađi á ţví ađ útbúa sođ í gćrkvöldi. Er međ humarskeljar í frysti, tók hluta ţeirra úr frosti í gćr. Humarsúpa Hakkađi skeljarnar og brúnađi vel í smjöri og olíu. Tók ţćr til hliđar međan ég steikti gróft skorinn lauk, hvítlauk, sellerí og gulrćtur. Bćtti skeljum aftur og setti smá hvítvín út í, sauđ niđur. Setti svo um tvo lítra af vatni ásamt lárviđarlaufum og lét ţetta sjóđa niđur viđ frekar vćgan hita í rúma tvo klukkutíma. Sigtađi sođiđ, kćldi og geymdi í ísskáp í nótt.

Í morgun saxađi ég svo lauk, gulrćtur, sellerí og chili smátt og brúnađi í stórum potti. Bćtti sođinu saman viđ. Skellti hvítvíni, örlitlu brandí, rúmum líter af vatni, tómatţykkni, hálfum líter af rjóma, heilum chili (skar ekki niđur heldur sauđ bara heilan), lítilli dós af kókosmjólk, salt, pipar, saxađri basiliku og bergmyntu (oregano), skellti stilkunum af bergmyntu út í pottinn líka og lét malla. Í lokin sauđ ég humarinn í súpunni í smá tíma, fiskađi hann aftur úr og setti til hliđar. Bćtti humrinum í skálarnar ţegar ég bar súpuna fram. Ţetta var helvíti gott ţó ég segi sjálfur frá.

Bar međ ţessu fram heimabakađ focaccia brauđ međ beikonkurli, parmesan osti og fersku kryddi.

Byggđi ţetta á humarsósu Nönnu og las einnig um húmarsúpu Ragnars Freys. Annars lék ég ţetta bara af fingrum fram.

matur
Athugasemdir

Sirrý - 01/11/09 17:33 #

Innilega til hamingju međ konuna. skilađu kveđju til hennar.