Örvitinn

Myndavitleysan á Vísi

Vísir birtir myndir af Brangelinu ásamt börnum í hrekkjavökuveislu. Ég hef áður fjallað um myndarugl Vísis en þetta dæmi er dálítið skemmtilegt.

Vísir birtir sjö myndir af fjölskyldunni frægu en þetta eru í raun bara tvær ljósmyndir klipptar á mismunandi vegu. Jesús gat víst fætt fjöldann með tveimur fiskum og fimm brauðum, Vísir býr til myndaþátt úr tveimur ljósmyndum.

Hér fyrir neðan hef ég raðað myndunum "rétt".

visir_myndafokk.jpg

fjölmiðlar