Örvitinn

Lesendahópurinn stækkar

Kolla og Inga MaríaKolbrún og Inga María hafa tekið upp á því að lesa þessa bloggsíðu. Þær dunda sér við að lesa færslurnar um fjölskylduna. Skemmta sér vel við að lesa frásagnir af því þegar þær voru yngri. Segja svo móður sinni gamlar sögur af sér.

Ég vissi alltaf að þetta myndi gerast en samt var ég ekki undir það búinn. Vona bara að þær verði ekki reglulegir lesendur í bráð, haldi sig við fjölskyldufærslunar!

Ég ætla ekki að breyta um stíl, a.m.k. ekki meðvitað :-)

dagbók
Athugasemdir

Sigurdór - 18/11/09 12:32 #

Hehe... Gaman samt ef maður gæti nú komist í gamlar dagbækur foreldra sinna ;-)