Örvitinn

Metró prófađ (ekki gott)

Inga María valdi kvöldmatinn í tilefni dagsins og ţar sem viđ gátum ekki fariđ út ađ borđa eins og hefđ er fyrir, vegna veikinda Kollu, fékk Inga María ađ velja Metró. Viđ tvö skutumst ţangađ í kvöld um leiđ og hún kom heim úr fimleikum og sóttum tvö barnabox međ ostborgara, Metróborgara handa Áróru og Beikon borgara handa mér. Gyđa sleppti hamborgara vegna ţess ađ hún er dálítiđ slöpp í maganum.

Beikon borgarinn minn var lítill og rćfilslegur, ostur undir borgaranum, tómatsósa, beikon og gúrka ofan á. Kjötiđ var kalt og frönsku kartöflunar voru kaldar. Samt liđu ekki tíu mínútur frá ţví viđ fengum matinn um lúguna ţar til viđ settumst niđur viđ eldhúsborđiđ.

Mér fannst ţetta vont, eiginlega afskaplega glatađ og bjóst ţó ekki viđ miklu.

Stelpurnar voru ánćgđar međ ostborgarana sína og Áróra kvartađi ekki ţó henni ţćtti Metróborgarinn frekar lítill.

veitingahús