Samræmd könnun, leiklist og ballet
Kolla fékk niðurstöður úr samræmdri könnun (prófum) í gær. Stóð sig afskaplega vel, betur en ég hafði þorað að vona. Var með 8 í stærðfræði og íslensku, 8.5 og 9 í raðeinkunn. Getur bætt sig í rúmfræði og stafsetningu, getur eiginlega ekki bætt sig í lestri og lesskilning!
Í kvöld stígur hún á svið í Iðnó með hópnum sínum hjá Sönglist og um helgina sýnir hún ballet báða dagana hjá Klassíska listdansskólanum. Nóg að gera hjá þessari stelpu.
Athugasemdir
Tinna G. Gígja - 27/11/09 21:10 #
Flott þetta, en hvað er raðeinkunn?