Bjarnfreðarson og typpið á Jón Gnarr
Ég og Gyða sáum Bjarnfreðarson á föstudag. Kláruðum að horfa á Fangavaktina um daginn og ekki er langt síðan við fórum í gegnum Dagvaktina.
Okkur þótti myndin góð og ná að slútta sjónvarpsþáttaseríunni vel. Persónurnar voru allar komnar á ágætan stað í lífinu og búnar að gera upp sín mál. Við vorum a.m.k. sátt með þennan endi á þáttunum.
Myndin er dramatískari en þættirnir. Samt skondið að það voru ekki endilega allir áhorfendur að höndla það og því var stundum hlegið þegar manni þótti það ekki beint við hæfi. Þetta minnti mig dálítið á að sjá Sigga Sigurjóns í dramatísku hlutverki, áhorfendur hlógu þegar hann steig á svið þó ekkert væri fyndið, þetta var bara karlinn úr Spaugstofunni.
Þá er maður a.m.k. búinn að sjá typpið á Jón Gnarr!