Prósentureikningur og peningabrennur
Ímyndum okkur að við höfum tvo jafnstóra peningabunka sem hvor um sig inniheldur hundrað milljarða.
Segjum svo að það kvikni í peningunum vegna þess að einhverjir fávitar voru að leika sér með þá nálægt brennu. Annar bunkinn brennur meira en hinn, fuðrar eiginlega allur upp - að lokum tekst bara að bjarga 10% af honum. Hinn bunkinn brennur líka en miklu minna, 90% af honum er óbrunninn þegar búið er að slökkva bálið.
Hvað eigum við mikið eftir af peningum - 10%, 50% 90%?
Merkilegt hvað þetta flækist fyrir fólki.
Ketill - 15/03/10 14:30 #
Ég skil dæmið en ekki við hvað ég á að tengja þetta :)
Halli - 15/03/10 23:03 #
Þú átt 10% eftir í einni hrúgunni, 10 ma. Svekkjandi.
90% af hinni eru heil, 90 ma. Samtals heldur þú þannig 50% af heildarfjárhæðinni, 200 mö.
En svo til að gæta sanngirni, þá kveikir þú aftur í 90% hrúgunni, þangað til 50% er eftir af henni.
Þá áttu 10% af 100 mö. + 50% af 100 mö. Það er fullt af fólki hér í bæ sem getur lagt þessar tölur saman og fengið aftur út 50% af heildarfjárhæðinni.
Þetta fólk er ekki fast í einhverjum Excel útreikningum.
Einar Jón - 19/03/10 05:46 #
Þetta fer náttúrulega allt eftir því hvora hrúguna "við" eigum.
10% hrúgan er að sjálfsögðu bara fyrir ógæfumenn og öryrkja, óháð því hvernig skiptingin var fyrir brunann.