Örvitinn

Heimskir hægrimenn

Eru hægrimenn á Íslandi að verða sífellt heimskari? Neyðist ég til að hætta að skilgreina mig sem hægrimann? Einu sinni var Vefþjóðviljinn toppurinn á ruglinu en nú hafa aðrir tekið við keflinu og hlaupa af enn meiri ákafa, áróðurinn verður sífellt heimskulegri - eins og hægrimenn séu að apa vitleysuna upp eftir mestu fíflunum frá Bandaríkjunu - glápi á Fox allan daginn og þyki Glenn Beck eitthvað annað en snarbrjálaður vitfirringur.

Upphafning heimskunnar er linnulaus, áróðurinn sekkur sífellt dýpra og höfðar til æ lægri hvata og fordóma. Þetta getur ekki endað öðruvísi en með ósköpum.

Þetta þarf ekki að vera svona. Hægrimenn geta alveg reynt að lyfta umræðunni áhærra plan. Þurfa bara að hætta að hlusta á hálfvita.

pólitík