HM punktar dagsins
Djöfull eru englendingar hrikalega slappir. Gerrard og Lampard eru ekki gott miðjupar. Lampard sást varla í leiknum fyrr en undir lokin og Gerrard var eins og höfuðlaus hæna, úti um allan völl. Kantarnir voru lélegir og Carragher var heppinn að fjúka ekki útaf. Johnson var að gera góða hluti og Heskey stóð sig ágætlega.
Argentínumenn voru töluvert sprækari í sínum leik og hefðu átt að vera búnir að afgreiða hann eftir tuttugu mínútur, Higuaín fékk tvö dauðafæri.
Ég horfði á upptökur af báðum leikjum, sleppti því að horfa á fyrsta leik dagsins.
Frakkarnir voru ekki mjög öflugir í gær, vantar einfaldlega skapandi leikmenn, Ribery getur ekki afgreitt þetta aleinn.