Örvitinn

Fréttamynd ársins

Myndin sem fylgir þessari frétt er alveg stórkostleg. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði fréttamynd ársins.

visir_biskup_og_geir.png

Hvernig datt þessum mönnum í hug að stilla sér upp með Ólaf biskup á milli sín? Eru þeir alveg út úr heiminum? Aftur á móti frábærlega gert hjá ljósmyndaranum.

Svo er myndin líka táknræn fyrir að Geir Waage er glottandi eftir að hafa látið Karl heyra það, Karl lítur út eins og maður sem veit að hann er búinn að tapa stórt.

myndir
Athugasemdir

Kristín Kristjánsdóttir - 25/08/10 14:45 #

Á myndunum sem eru birtar á mbl.is og dv.is er tekið fram að þær hafi verið teknar fyrir fund og þar virðist Kalli einmitt vera léttari á brá.

Væri gaman að vita hvort þessi sé tekin eftir fundinn.

Matti - 25/08/10 14:54 #

Þú segir nokkuð. Ef svo, þá er svipur Geirs svipur manns sem veit að hann er með öll tromp á hendi. Karl veit líka að Geir er með öll trompin :-)

spritti - 25/08/10 15:11 #

Þeir hafa pottþétt verið að hræra í kakóinu á hvor öðrum þarna inni.

Matti - 25/08/10 15:13 #

He he, mér þykir það frekar langsótt hugmynd :-)

Brynjar - 25/08/10 18:30 #

Búnir að útpæla atburðarás dagsins: Fyrst fundur, svo nefnd - nú skal ekkert klikka, nú skulu allir verða sáttir.

Og svo þessi mynd! Það mætti ætla að PR-fulltrúinn hafi brugðið sér á klósettið rétt á meðan hún var tekin.

Ketill - 26/08/10 11:52 #

http://i.imgur.com/v0smj.jpg

Uppfærð útgáfa ;)

Any Moose - 26/08/10 12:03 #

Ketill, ég held að Sexual Harassment Panda hefði verið meira viðeigandi viðbót við myndina.

...just sayin'

Any Moose - 26/08/10 12:05 #

Ah, Pedo Bear var það...