Örvitinn

Roy Hodgson er auli

Eftir að hafa horft á alla leiki Liverpool á þessari leiktíð hef ég komist að einfaldri niðurstöðu. Knattspyrnustjórinn Roy Hodgson er auli sem á ekkert erindi hjá Liverpool liðinu. Liðsval, uppstilling, taktík og ummæli fyrir og eftir leiki sannfæra mig um að hann var á réttri hillu hjá Fulham.

Einhverjir vilja sennilega gefa honum séns en ég er búinn að sjá nóg.

Nú mega stuðningsmenn Liverpool endilega andmæla mér í athugasemdum og færa rök fyrir því að Hodgson sé rétti maðurinn til að stjórna liðinu.

boltinn
Athugasemdir

Einar Örn - 20/09/10 13:58 #

Berðu saman úrslit gegn þessum liðum, sem við höfum spilað við á þessu tímabili (sem er fyrsta tímabil Hodgson) og því síðasta, sem var 5. tímabil Benitez.

Ef Hodgson er svona vonlaus, þá var Benitez það sannarlega líka.

Björn Friðgeir - 20/09/10 14:11 #

Ég styð Uncle Woy heilshugar.

Hann hefur þegar sýnt að reynsla hans frá Fulham er ómetanlegt. T.d. eins og í að koma á OT og spila stífan varnarleik og að kunna að gefa titilinn upp á bátinn strax í september.

Að skotum slepptum þá verð ég að viðurkenna að ég sá á eftir Rafa, hans tími var liðinn hjá 'pool en ég skil ekki alveg hvað menn vildu með að ráða Roy.

Matti - 20/09/10 14:51 #

Ég veit ekki af hverju tími Rafa var liðinn, er reyndar alls ekki sammála því.

Berðu saman úrslit gegn þessum liðum, sem við höfum spilað við á þessu tímabili (sem er fyrsta tímabil Hodgson) og því síðasta, sem var 5. tímabil Benitez.

Það er eitt að bera saman úrslitin, annað að bera saman spilamennskuna. Tökum dæmi.

  • Á móti Arsenal á heimavelli á síðasta tímabili valtaði Liverpool yfir Arsenal í fyrri hálfleik, komst 1-0 yfir og hefði átt að skora fleiri mörk. Hefði meðal annars átt að fá víti. Það var svo ekkert að gerast hjá Arsenal fyrr en Glen Johnson skoraði aulalegt sjálfsmark. Á móti Arsenal á heimavelli á þessu tímabili skoraði Liverpool úr eina færi sínu í leiknum.

  • Á móti Birmingham á útivelli á síðasta tímabili var leikurinn í járnum og Liverpool var afar nálægt því að sigra, átti m.a. stangarskot í lokin ef ég man rétt. Í ár hefði Birmingham átt að skora 3 mörk í fyrri hálfleik en Pepe Reina bjargaði málum.

  • Á móti City í fyrra átti Liverpool að vinna en dómarinn gugnaði á að gefa víti þegar Bellamy ruddi Kuyt niður í teignum. Í ár sá Liverpool aldrei til sólar.

  • Í fyrra komst Liverpool snemma yfir á móti Man U og bakkaði eftir það alltof mikið. Samt þurfi United liðið að hafa fyrir sigrinum. Í ár gefa tölurnar 3-2 kolranga mynd af því hvernig leikurinn spilaðist, United var einfaldlega miklu betra liðið.

Liverpool hefur nú fengið á sig þrjú mörk í tveimur af fimm deildarleikjum. Veistu hvað Liverpool liðið fékk oft á sig þrjú mörk í deildinni undir stjórn Benitez?

Vandamálið er ekki bara úrslit leikjanna, vandamálið er að taktíkin er hörmuleg og spilamennskan ákaflega léleg.

Matti - 20/09/10 15:05 #

Svo ég haldið áfram meðan ég bíð eftir frekari rökum fyrir því að Hodgson sé rétti maðurinn fyrir Liverpool.

  • 4-4-2 uppstilling á móti City liði sem spilaði með fimm manna miðju var eitthvað það heimskulegasta sem ég hef séð í mörg ár. Enn verra var að gera engar breytingar þegar ljóst var að planið var ekki að virka.
  • Þessi varnarleikur Hodgson, þar sem liðið stillir upp tveimur þéttum fjögurra manna línum aftarlega á vellinum, þar sem bakverðir og kantar koma inn á miðjuna og skilja kantana eftir, gengur hugsanlega upp þegar þú ert með "turna" í miðverðinum sem vinna alla skallabolta, en þegar þú ert með Carragher inni í teig er þetta sjálfsmorð, enda sést það á því að andstæðingar Liverpool eru að fá fullt af fyrirgjöfum inn í teig og vinna ótrúlega hátt hlutfall þeirra. Sem betur fer er Reina á svæðinu og tekur slatta.
  • Maður á mann í hornum er ekki að ganga upp, við höfum fengið á okkur tvö mörk úr hornum í fimm leikjum og hefðum átt að fá dæmd á okkur nokkur víti. Svæðisvörnin var að virka miklu miklu betur, það voru bara fábjánar í fjölmiðlum sem töluðu illa um hana, tölfræðin talar einfaldlega sínu máli.
  • Poulson er ekki jafn góður leikmaður og Lucas. Já, ég veit að það er vinsælt að hata Lucas, en hann var besti maður liðsins í heimaleiknum á móti United í fyrra, af hverju í ósköpunum var hann ekki á miðjunni í þessum leik? Frammistaða Poulson í fyrri hálfleik er með því allra versta sem ég hef séð hjá leikmanni í rauðu treyjunni.

Leikmennirnir sem Hodgson sankar að sér eru allir í eldra lagi, það mun þurfa að endurnýja hópinn eftir svona þrjú ár. Ég á afar erfitt með að sjá að nýi vinstri bakvörðurinn okkar sé skárri en sá sem hann leysti af. Hann er aftur á móti dýrari, með miklu hærri laun og töluvert eldri.

Að lokum. Hodgson vill að varnarmennirnir negli tuðrunni upp í stúku. Frábært. Carragher elskar það.

Jæja, nú er ég búinn að "ranta" :-) Segið mér að ég hafi rangt fyrir mér.

Örn - 20/09/10 16:09 #

Því miður þá finnst mér þetta rétt hjá þér. Það er ekki leikurinn gegn Man U sem hræðir mig. Hann fór fram á Old Trafford og það er engin skömm að tapa þar 3-2. Leikirnir gegn Birmingham og WBA hræddu mig hins vegar mjög mikið. Varnarleikurinn skelfilegur, sérstaklega gegn Birmingham, og sóknin bitlítil. Heill leikur gegn "fucking" Birmingham án þess að skapa almennilegt færi. Þá er einhver andskotinn að taktíkinni, já.

Einar Örn - 20/09/10 16:55 #

Æ, ég er ekki nálægt því að vera í nógu miklu stuði til að þræta svona mikið um fótbolta eftir leik gærdagsins. :-)

Mér finnst bara slappt af þér að vilja skipta um stjóra eftir 5 fokking leiki, þar sem við endum með einu stigi minna en í fyrra - sérstaklega þar sem þú varst nú ansi hávær í vörn þinni fyrir Benitez í gegnum tíðina. Hann var á sínu 5. tímabili, Roy á sínu fyrsta og því er eðlilegt að gefa honum aðeins sjens.

Get líka ómögulega séð að ástandið í kringum þetta blessaða lið yrði bætt með framkvæmdastjóraskiptum núna.

Einar Örn - 20/09/10 16:58 #

Og já, ég var á móti ráðningu Hodgson og brottrekstri Benitez. En ég ætla líka ekki að dæma hann af árangri í fimm erfiðum deildarleikjum þar sem hann hefur aldrei getað spilað með sínu sterkasta liði.

Matti - 20/09/10 17:00 #

Ég held ekki að ástandið myndi batna við það að skipta um stjóra. Aftur á móti er ég hræddur um að Hodgson sé að draga liðið niður og spurningin er hvað hann fer með það ofan í djúpa holu. Fer Agger næst? Svo Lucas? Svo restin af ungu efnilegu leikmönnunum? Hvað verður þá eftir fyrir nýjan stjóra þegar Hodgson verður sparkað.

Ég vildi gefa Benitez séns vegna þess að hann var búinn að sýna að hann gat náð árangri með liðið, betri árangri en peningar gáfu tilefni til.

Auðvitað er ég ekki í stöðu til að gera annað en gefa Hodgson séns, en mér blöskar að horfa upp á það sem hann býður upp á, því miður :-(

Einar K. - 20/09/10 19:49 #

Hodgson var með Inter frá 1995-1997 og gerði enga stormandi lukku þar. Hrakti m.a. Roberto búmm-búmm Carlos þaðan vegna þess að honum þótti hann of sókndjarfur og veðjaði frekar á hinn eldgamla Jocelyn Angloma. 2010 þá er Hodgson hjá Liverpool meðan Rafa stjórnar Inter.

Þjálfarar eru marg-endurvinnanlegir eftir að þeir hafa náð að skapa sér nafn.

Arnaldur - 20/09/10 23:18 #

Ég get ekki sagt að ég sé sérstaklega hrifinn af Hodgson eftir þessa fyrstu leiki en það hvarflar ekki að mér að fara að kalla manninn aula eftir 5 deildarleiki.
Maður hefði auðvitað fá menn eins og Hiddink í starfið en slíkir menn hafa augljóslega ekki áhuga á félagi þar sem allt er í hers höndum. Tökum stöðuna á kappanum um áramótin og drögum andann af yfirvegun og ró þangað til...

Sindri G - 21/09/10 18:36 #

Auli? Núna er leiða kisan leið.

Bjarni M - 22/09/10 23:48 #

69 deildarsætum neðar... hvað er það??

Matti - 23/09/10 10:03 #

Það er afrek og eflaust öllum öðrum en stjóranum að kenna.

Svenni - 24/09/10 09:31 #

Snilldarkomment sem verður eflaust ítrekaði í vetur af mannvitsbrekkum...

Jan Molby on 5live : "I think this is the legacy of Rafa Benitez"