Örvitinn

16 billjónir

Fjárframlag til Biskupsstofu, kirkjumálasjóðs og kristnisjóðs eru um 1,6 milljarður ... Þetta fjárframlag er ekki styrkur frá ríkinu heldur að stærstum hluta arðgreiðsla af afhentri eign, sem nemur vægt reiknað um 0,01% af verðmæti eignarinnar. #

0,01% * X = 1,6 milljarður. Hvað er X?

16.000.000.000.000.- krónur

kristni
Athugasemdir

Matti - 06/10/10 10:37 #

Það var einu núlli ofaukið hjá mér, þetta eru bara 16 billjónir. Ég höndla ekki alveg svona stórar tölur :-)

Jón Magnús - 06/10/10 10:55 #

Þetta er skemmtilega tala. Er ekki hægt að kaupa Ísland fyrir þessa tölu nokkrum sinnum? Það væri gaman að sjá hvað Ísland kostaði og bera það síðan saman við þessa tölu.

Svavar Kjarrval - 06/10/10 10:58 #

Talan hækkar auðvitað eftir því sem prósentan er lægri. Ef hún væri 1% kæmi auðvitað miklu lægri tala út úr dæminu.

Matti - 06/10/10 11:02 #

Takið eftir að presturinn segir að þetta sé "vægt reiknað".

Matti - 06/10/10 11:21 #

Fjandakornið, þessi grein birtist líka í Morgunblaðinu í dag :-)

Teitur Atlason - 06/10/10 11:37 #

Það er verið að koma að þeirri hugsun að skattgreiðendur græði svo mikið á núverandi kerfi.

Þetta er sorglegur málflutningur.

Sindri G - 06/10/10 11:50 #

Ég ætla að stela þessu og steja á vegginn minn á facebook.

Kristinn - 06/10/10 12:03 #

Já, svona er þetta. Kirkjan átti greinilega jarðir og húsnæði að verðmæti 16 billjóna króna!

Ef við einföldum þetta og tölum bara um jarðir, þá má líta svo á að kirkjan þykist hafa átt 16 þúsund jarðir að verðmæti einn milljarður hver.

Kirkjujarðirnar hafa hinsvegar líklega verið um 700 jarðir, sem hver er þá 22.857.142.857 króna virði!

Samkvæmt Viðskiptablaðinu á íslenska ríkið 497 jarðir og eyðibýli og auk þess 2.211 lóðir og spilldur. Blaðið telur að markaðsvirði þessa ALLS sé samanlagt um 27 milljarðar króna.

Hver einasta af hinum 700 kirkjujörðum slagar því upp í að vera jafnverðmæt og allar lóðir ríkisins samanlagðar.

Kirkjan hefur greinileg góð tök á að eignast alvöru jarðir!

Heimildir: http://www.vb.is/frett/1/44499/undefined http://www.vantru.is/2008/10/23/09.00/

Ásgeir - 06/10/10 12:39 #

Geta þeir að minnsta kosti ekki reynt að ljúga líklega?

Sveinn - 06/10/10 13:18 #

Ég ætla líka að fá þetta lánað á fb :)

Bjarki - 06/10/10 13:44 #

Þessi tala jafngildir tæplega ellefufaldri þjóðarframleiðslu Íslands á árinu 2009.

Erlendur - 06/10/10 14:52 #

Hmm, íslensku bankarnir 2008 voru með skuldir af þessari stærðargráðu. Hefði þátt ekki verið hægt að rétta útlendingunum íslenskar kirkjujarðir :P

Matti - 07/10/10 09:18 #

Í Mogga dagsins er annar prestur með sömu tölur!