Örvitinn

Tuttugu mínútur af tunglmyrkva

Tekið af svölunum í Bakkaseli frá 8:42 til 9:01 í morgun.

tunglmyrkvi.jpg

Þetta er töluvert kropp úr orginal myndum. Nær kemst ég ekki með 200mm linsu (sjá 100% kropp) og ég vaknaði ekki nógu snemma til að ná upphafinu. Skellti vélinni út á svalir og lét hana smella af á mínútu fresti. Valdi svo ramma þar sem tunglið skarast ekki.

Ég hefði viljað vanda mig betur en var andvaka fram á miðja nótt (spennufall). Gleymdi t.d. að stilla vélina á RAW!

myndir
Athugasemdir

spritti - 22/12/10 11:33 #

Þetta er flott.