Örvitinn

Pítsa mánaðarins

pizza

Pítsa með nautahakki, beikon, sveppum og cheddar osti sem ég gerði í afmælisboði Kollu 8. janúar. Héldum annað afmælisboð síðustu helgi þar sem enn fleiri pítsur voru framreiddar. Þessi byggir á New York pítsunni frá Dóminós. Mín er bara miklu betri!

matur myndir
Athugasemdir

Sigurjón - 23/01/11 19:25 #

Lookar hriklega vel og gæti vel trúað að hún smakkaðasti enn betur.

Hvað er það annars sem gerir þessa pizzu New York-lega? Hér væri hún kölluð "Cheeseburger Pizza".

Matti - 23/01/11 20:55 #

Ekki veit ég af hverju Dóminos kennir pítsuna við New York. Það er lógískara að kenna hana við ostborgara.

Teitur Atlason - 25/01/11 10:52 #

Gætir þú deilt uppskrftinni? Ég er alltaf að reyna að búa til hinn fullkonma botn. Ég man eftir pizzu sem þú gerðir einusinni. Hún var ferlega góð. Fluffy og safarík.

Siggeir F. Ævarsson - 25/01/11 19:02 #

Ég styð tillögu Teits, það væri gaman að fá uppskriftina að botninum.

Matti - 26/01/11 15:52 #

Uppskrift! Hver notar uppskrift? :-)

Æi, ég er alveg hættur að mæla.

Hef undanfarið komist að því að það virkar vel að láta deigi hefast aftur eftir að maður er búinn að hnoða það og skipta í kúlur (eina per pizzu). Læt þær þá standa undir klút á borðinu þar til ég útbý pítsuna. Þ.e.a.s. þetta geri ég þegar ég hef tíma - sem er undantekning :-)