DV.is notar mynd frá mér
Leit yfir öxlina á Jón Magnúsi í morgun og sá kunnuglega mynd á forsíðu dv.is
Ég tók þessa mynd af Geir Waage í september árið 2008. DV spurði hvorki kóng né mig hvort þau mættu nota myndina. Ekki frekar en RÚV í fyrra.
Það er ekki nóg með að þessir aðilar noti myndina án leyfis, þeim dettur ekki í hug að taka fram að myndin sé frá mér.
Matthías - 16/06/11 11:09 #
Þú sendir þeim auðvitað reikning - það hafa aðrir gert með góðum árangri.
Hrafn Arnarson - 16/06/11 22:22 #
Hvernig datt þér í hug að taka mynd af Geir Waage? varstu á tónleikum í reykholtskirkju?
TómasHa - 16/06/11 23:39 #
Hver eru réttindi þeirra sem myndin er af annars? Mætti Geir banna þér að nota myndina á vef Vantrúar? Má einhver taka mynd af mér forspurðum og birta hvar sem er?
Nú er ég auðvitað ekki að segja neitt varðandi þessa mynd, mér datt þetta bara í hug í ljósi þess að myndin er af kirkjunnar manni.
Arnold Björnsson - 18/06/11 09:38 #
Þetta eru að verða standard vinnubrögð á íslenskum miðlum.
Kari - 23/10/12 07:10 #
Thu att allan rett og rukkadu fyrir hverja birtingu. Their skulda ther hundrudi thusunda, taladu vid myndstef eda atvinnumenn a ljosmyndakeppni.is
Eg veit um marga sem lenda i thessu, their meiga ekki komast upp med thetta og waage getur ekkert sagt.