Neikvæð eignamyndun
Úr grein á Pressunni.
Í desember 2007 tók ég þá ákvörðun að versla mér einbýlishús á 100% lánum. 80% voru hjá Íbúðalánasjóði og 20% hjá Landsbankanum. Ég fékk húsið á kostakjörum vegna fjölskyldutengsla og var það ekki einu sinni auglýst. Húsið kostaði mig 15 milljónir og tók ég því lán upp á 15,5 milljónir. Til að gera langa sögu stutta þá hríðlækkaði húsið í verði, lánin hækkuðu og eignarmyndunin var neikvæð.
Sá sem kaupir húsnæði með ~104% láni byrjar með neikvæða eignamyndum.
Umræðan er stundum dálítið kjánaleg á Íslandi. Stundum þarf fólk að líta í eigin barm. Þessi náungi sá alveg sjálfur um að taka sig í rassgat (sjá titil greinarinnar sem ég vísa á)
hildigunnur - 08/07/11 00:40 #
Læk.
Rebekka - 08/07/11 06:39 #
Doubleplusungood profits?
Gísli - 08/07/11 08:54 #
Í Hafnarfirði býr fjölskylda sem keypti fyrir 5 árum einbýlishús á 35 milljónir en tók 39 milljónir að láni til að geta splæst á sig bíl og mánaðarferð til útlanda fyrir afganginn.
Bragi Skaftason - 08/07/11 11:08 #
Ég kenni lélegri raungreinakennslu í grunn og framhaldsskólum um hrunið. Engu öðru. M.ö.o. ef þú kannt að reikna þá safnar þú þér fyrir hlutunum.
Skuldari - 10/07/11 11:41 #
Ég tók lán upp á 15 milljónir komið í 39 í dag átti mjög mikið í húsinu en núna er þetta 90 % lán var minna .