Örvitinn

Einelti Vantrúar og Roy Hodgson!

Í grein dagsins á Vantrú er fjallað um meint einelti félagsins og félagsmanna í garð stundakennara við HÍ. Roy Hodgson kemur við sögu.

Ímyndað einelti

Þessi listi yfir “eineltið” er líka alveg kostulegur. Grein á Vantrú sem fjallar um það að orðið einelti sé ofnotað er hluti af þessu einelti. Upprunaleg umfjöllun okkar um glærurnar á Vantrú var hluti af þessu einelti. Tilkynning um að Vantrú væri farið í sumarfrí, þar sem tekið er fram að við munum láta lesendur vita ef niðurstaða myndi fást í “siðanefndarmálinu”, er einelti. ... Bloggskrif um Roy Hodgson, þáverandi knattspyrnustjóri Liverpools, eru hluti af eineltinu (í alvöru!).#

Þessi vísun er hér með liður í eineltinu. Allar vísanir mínar á greinar sem fjalla um þetta mál enduðu á listanum.

vísanir