Ofbeldisfullt klám og hvað?
Ritskoðunarsinnar passa sig á því að tala einungis um "ofbeldisfullt klám" þegar réttlæta á gríðarlega umfangsmikið eftirlit með allri internetnotkun landsmanna.
Í ljósi þess sem ég hef lesið um klám frá ritskoðunarsinnum og því fólki sem þau vitna í blasir spurningin við: Hvaða klám er ekki ofbeldisfullt?
Er ekki heiðarlegra að tala einfalda um bann á klámi, þ.e.a.s. öllu kynlífsefni þar sem áherslan er á kynlífið og kynfærin? Til hvers að þvæla umræðuna með því að láta eins og ritskoðunarhugmyndir snúist einungis um tiltekið ofbeldisfullt klám. Getið þið bent á klám sem mun ekki falla undir þetta? Hverjir eiga að sjá um að flokka þetta klám?
Annað lauslega tengt þessu:
But the big difficulty with the Dines approach is its cultivation of fear over hope. From the moment Dines set foot in Australia, she was beating the panic drum. Panic about the internet, about the developing sexuality of adolescent boys and the inevitable victimisation of poor, vulnerable girls. Don't forget about rape and sexual violence, girls, she seemed to be saying, or the complexity of pre-marital sex! Don't get too confident, or careless with your trust or your movements, the world is still a terrifying place. #
Minnir þetta ekki örlítið á heimsókn Dines til Íslands?
ps. Í ljósi þess að þeir sem benda á að ritskoðunarhugmyndir Ömma og Höllu er bandvitlausar eru flokkaðir sem sérstakir varðhundar klámiðnaðarins finnst mér um að gera að kalla þennan hóp ritskoðunarsinna. Fólk sem skilur ekki internetið væri líka ágætt nafn.
Erlendur - 06/03/13 15:19 #
Ég var reyndar að pæla mikið í því um daginn hvað væri hægt að kalla þennan hóp fólks. Mér datt reyndar í hug að þetta væri stuðningsfólk vopnaframleiðanda, því að tækin og tólin sem þarf í þetta eru notuð sem vopn gegn þegnum margra landa. Það er reyndar mjög gróf og ósmekkleg líking en mér finnst hún eiga ágætlega við.
Valgarður Guðjónsson - 06/03/13 17:38 #
Ég held að það geti enginn bent á skilgreiningu á hvað er klám og hvað ekki.. hvað þá að hægt sé að þrengja skilgreiningun, eitthvað-sem-ég-get-ekki-skilgreint sem ekki er ofbeldi...
Davíð - 07/03/13 10:09 #
Er klám ofbeldisfullt þegar að pör taka upp "kynferðismök" og setja á netið öðrum til skemmtunar? Það er til dæmi um það, t.d. á þeirri frómu síðu youporn.com
Matti - 07/03/13 10:19 #
Ég hef á tilfinningunni að enginn vilji svara spurningunni. Þetta er ágætur punktur varðandi myndbönd sem fólk setur af sjálfu sér. Þessu væri væntanlega svarað þannig að við getum ekki tryggt að ekki sé verið að beita fólk ofbeldi (kúgun) í þeim tilvikum. Kannski voru myndböndin ekki ætluð fyrir almenning eins og dæmi eru um, kannski er dreifing slíkra myndbanda í mörgum tilvikum ákveðið ofbeldi.
Þá væri hægt að færa viðmiðið og velta fyrir sér myndböndum sem einstaklingar taka af sjálfum sér þar sem þeir gera vel við sig sjálfa án aðstoðar annarra. Það fólk er kannski kúgað af samfélaginu. Kúgað af klámmenningunni.
Og svo er það náttúrulega spurningin um það hvort klám sé ofbeldi gangvart fólki sem tekur ekki þátt í því. Er klám þar sem konur koma við sögu ofbeldi gagnvart öllum konum þar sem það gefur ranga mynd af konum, hlutgerir þær eins og það er kallað. Veldur klámvæðingu.
Ef svo er finnst mér að fólk ætti einfaldlega að koma hreint fram í stað þess að þrengja umræðuna við ofbeldisfullt klám ef hún snýst ekki bara um það. En ef hún snýst um tiltekið ofbeldisfullt klám myndi ég gjarnan vilja fá þokkalegt svar við spurningunni.
Ég er hræddur um að ég teljist ekki viðræðuhæfur, sé klámsjúkur, að verja hagsmundi klámiðnaðarins og allt það.
Davíð - 07/03/13 11:15 #
Klám er hvorki svart né hvítt, frekar en flest annað. Klám er viðbjóður þegar það snýst um að niðurlægja einstaklinga (konur/karla/börn), en getur auðvitað verið í lagi þegar að fólk tekur sjálfviljugt þátt í því, varla viljum við fara að setja fólki mörk um hvað telst í lagi eða ekki, hver á þá að dæma um það, kirkjan?
Það er til fólk sem virkilega fær eitthvað út úr því að aðrir séu að horfa á það, er það þá ekki bara allt í lagi svo lengi sem einhver nennir að horfa á það?
Guðlaugur Ellert - 07/03/13 13:18 #
Hvað með að banna klám en leyfa erótík? (Ég er samt ekki hlynntur boðum og bönnum, það virkar ekkert að banna hluti sem gefur fólki einhverja fróun/ánægju)
Mér finnst margt af þessu sem fólk kallar klám, vera erótík. - Klám finnst mér frekar neikvætt orð og ekki beint rétta orðið til að lýsa öllu þessu kynferðislega efni sem fyrirfinnst í heiminum.
Er ekki talað um erótískar bækur? Afhverju ekki erótískar myndir?
Gangbang, rape(sviðsett), forced(sviðsett), bukkake mætti til dæmis kannski flokka sem klám/ofbeldi? En þetta þarf samt ekkert að vera ofbeldi, allir aðilar gætu verið að taka þátt í þessu af fúsum og frjálsum vilja þrátt fyrir að margir vilja meina að svo sé aldrei tilfellið. - Ég ætla mér samt ekki að fara flokka hvað sé ofbeldisfullt klám eða ofbeldisfullt erótík.
Fræðsla og forvörn er eina sem virkar og byrja nógu anskoti snemma á því að fræða krakka/unglinga um kynlíf.
Matti - 07/03/13 19:17 #
Málið er að orðið "erótík" flækir bara umræðuna og hér er um mjög einfalt mál að ræða.
Innanríkisráðuneytið talar ítrekað um "ofbeldisfullt klám" og að það þurfi að banna. Gefið er í skyn að málið snúist alls ekki um "venjulegt" klám heldur ofbeldisfullt og því sé réttlætanlegt að beita ritskoðun.
Því hlýtur einhver góð manneskja að geta sagt mér hvort til sé klám sem ekki er ofbeldisfullt og bent mér á hvað falli undir það.
Nú er ég ekkert að skjóta á fólk sem vill banna fólk klám, það er alveg gild skoðun og ýmis rök fyrir því, þó ég sé ekki endilega sammála. Ég vil bara að fólk komi hreint fram.
Einar Karl - 07/03/13 21:52 #
Í umræðunni nú til dags er ég ekki lengur viss hvort "gamaldags" klám, eins og t.d. "på sengekanten" myndirnar, teljist klám skv. nýjustu skilgreiningu, eða bara galsafengin erótík.