Örvitinn

Bananaís

Bananaís

Desert kvöldsins. Ég fór eftir þessum leiðbeiningum til að gera ís eingöngu úr banana og þær ganga upp. Þetta er í annað sinn sem ég prófa aðferðina, síðast var ég bara með banana en nú bætti ég örlitlum (14gr) súkkulaðispæni út í. Næst ætla ég að prófa að hafa bananana aðeins lengur í matvinnsluvélinni og ekki nota alveg jafn þroskaða banana.

Skammturinn, með súkkulaðispæni og súkkulaðisósu, var 165kkal.

Hér er í fyrsta skipti á þessu bloggi html5 (hljóðlaus) vídeó! Fyrra tekið snemma í ferlinu, það seinna nokkrum mínútum síðar, rétt í lokin eftir að súkkulaðispænir var kominn saman við.

matur
Athugasemdirath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)