Örvitinn

Örviti á hjóli

Sumir hjóla (stundum) eins og örvitar. Áðan var það ég sem leit ekki nógu vel í kringum mig og var næstum búinn að valda hjólaárekstri við göngubrúna yfir Kringlumýrarbraut milli Túna og Teiga. Leit ekki nógu vel í kring um mig og beygði beint fyrir tvo gaura sem voru á góðri ferð á leið að brúnni (ég var að koma neðan frá og þurfti að taka krappa beygju). Þeir voru sem betur fer betur vakandi en ég og sveigðu hjá.

„Árekstur“ kallaði sá fremri, „fyrirgefðu“ var það eina sem ég gat hrópað til baka og svo hjóluðum við allir áfram í góða veðrinu, þeir vinstra megin við Laugarneskirkju, ég hægra megin. Ég mætti þeim aftur á stígnum fyrir framan Laugardalsvöll nokkrum mínútum síðar.

Ég þarf að muna að hjóla ekki eins og örviti, það er hættulegt.

dagbók
Athugasemdir

Matti - 08/06/16 14:32 #

Ég hjólaði þessa sömu brú í morgun, nú úr gagnstæðri átt, og verð að segja - sjálfum mér til varnar - að það er ekki gott útsýni úr þeirri átt sem ég hjólaði í fyrradag. Tré blokka sýn á stíginn í þá átt sem gaurarnir komu hjólandi á góðri ferð.

Ég átti auðvitað að fara varlega, en aðstæður hjálpuðu ekki til.

Matti - 08/06/16 20:36 #

Þetta er nú meira ruglið í mér, þegar ég hjólaði brúna eftir vinnu í kvöld, á leið í World Class í Laugum, sá ég að útsýnið úr þeirri átt vara bara alveg ágætt. Þetta var semagt bara örvitinn ég sem næstum olli árekstri - tek síðustu athugsemd til baka.

Og já, ég spjalla hér við sjálfan mig. Það eru yfirleitt gáfulegustu samræðurnar.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)