Örvitinn

Aðferðarfræði samsærissinna

Ég elska aðferðafræði samsærissinna. Nú koma fréttir um að einhverjir Saudi Arabar hafi fjármagnað og stutt hryðjuverkamennina á bak við árásirnar á Tvíburaturnana og að stjórnvöld í BNA hafi vitað af því (eftirá).

Þetta er augljóslega samsæri, sérstaklega tengingin við yfirvöldin.

Þá koma sumir samsærissinnar fram og bauna á þá sem hafa gagnrýnt samsæriskenningar um þessa atburði: "Sko, sjáið hvað þetta voru mikli vitleysingar, víst var samsæri í gangi".

EN. Þessar fréttir styðja allt sem ég og fleiri hafa verið að segja. Atburðirnir voru framkvæmdir af hópi einstaklinga sem rændu flugvélum og flugu þeim á byggingar sem svo hrundu. Samsæriskenningarnir hafa gengið út á að afneita þessu.

M.ö.o. þá hnekkja þessar nýjustu fréttir stórum hluta af kenningum samsærissinna en samt hreykja þeir sér af því að hafa alltaf séð samærið, ólíkt okkur vitleysingunum sem andmæltu þeim.

Og svona "vinna" samsærissinnar. Þeir breyta alltaf leikreglunum í miðjum leik.

Það er svosem allt í lagi, þetta er eiginlega bara fyndið :-)

samsæriskenningar
Athugasemdir

Matti - 18/07/16 20:38 #

N.b. ég hef bara lesið umræður á Facebook um þessar fréttir, nenni ekki að sökkva mér ofan í þetta mál - hef engan áhuga á því. Las bara athugasemdir og Facebook færslu samsærissinna sem ég lenti í á sínum tíma og var næstum farinn að skæla af hlátri útaf tvískinnungnum í skrifunum.

Bloggfærsla og þessi athugasemd eru afrituð beint af Facebook.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)