Örvitinn

Þingsetning í trúræðisríki

Þingsetning
Hér er mynd Morgunblaðsins af þingsetningu í trúræðisríki árið 2017.
Er eitthvað eðlilegt við þetta? Kæri forseti. Kæri forsætisráðherra. Breytið þessu rugli. Þingið starfar fyrir alla þjóðina, ekki bara kristna minnihlutann.

Hvernig ætti þessi mynd að líta út? Katrín Jakobsdóttir og Guðni Jóhannesson ættu að ganga fremst og á eftir kjörnir þingmenn. Biskup og prestar heima hjá sér á meðan.

kristni pólitík
Athugasemdir

Sindri G - 15/12/17 14:18 #

Árið 2017 er löggjafarþing Íslendinga enn sett í kjölfar þess að talsmaður ósýnilegrar veru á himnum, sem enginn hefur séð, hefur lokið sér af við að messa yfir þingmönnum, forsetanum og fylgdarliði. Hann er með bók meðferðis í athöfnina sem hann vitnar í þar sem segir t.a.m. frá talandi asna, risa sem sefur í járnrúmi, fjöldaupprisu í Jerúsalem, manni sem klauf rauðahafið í tvennt, reglum um þrælasölu o.fl. í þeim dúr.

Eftirfarandi kemur fram á vef Alþingis: Þingmenn söfnuðust saman í Alþingishúsinu, anddyri Skálans, kl. 1.10 miðdegis og gengu þaðan til guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 1.30. Séra Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjalarnessprófastsdæmi, predikaði. Séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur." Miðað við þær upplýsingar að þjónað sé fyrir altari, þá þýðir það að menn byrja á því að borða "líkama krists" áður en löggjafarstörf hefjast... hversu absúrd er þetta?

Matti - 15/12/17 19:02 #

Það er nefnilega alveg absúrd að þetta sé enn framkvæmt í skjóli hörmulegrar hefðar.

Hér á að vera aðskilnaður ríkis og kirkju. Þetta er eitt mjög augljóst dæmi um að svo er alls ekki.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)