Örvitinn

Fýlustjórnun á samfélagsmiðlum

fjallganga
Fólk á fjalli, ekki í fýlu

Ég elska (ekki) hvað samfélagsmiðlar eru passive aggressive.

Ef fólk er fúlt út í þig, oftast vegna þess að það er ósammála þér, hættir það að virða þig viðlits. Engin viðbrögð við neinu nema í besta falli einhverjar önugar athugasemdir af og til! Hér er ég ekki að tala um að afvina eða blokka fólk, heldur hitt, að setja það í skammarkrókinn. Á sama tíma ert þú kannski að setja like við statusa hjá því, eins og fólk gerir, vegna þess að þú áttar þig ekki á fýlunni eða ert ekki meðvitaður um hvað hún ristir djúpt.

Stundum er talað um þetta sem ofbeldishegðun í samböndum, fýlustjórnun. Auðvitað eru sambönd á samfélagsmiðlum ekki þess eðlis, en mér finnst þetta tengjast.

std::disclaimer{Ég er sekur um allt sem ég saka aðra um!}

Ýmislegt
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)