Samræður við rasista og aðra samsærissinna
Það er augljóst að margir sem segja þetta hafa aldrei prófað slíkar samræður (eða eru kannski einfaldlega sammála). Þú getur bent á augljósar staðreyndir sem hrekja hugmyndir samsærissinna/rasista og það hefur ekki minnstu áhrif nema í algjörum undantekningartilvikum. Sköpunarsinnar verða áfram sköpunarsinnar jafnvel eftir að hafa klárað háskólanám sem hrekur allar þeirra bull-hugmyndir. Að þvæla um að „það megi ekki taka umræðuna“ er þreytandi rugl. Það má alveg taka umræðuna, en ef rök og staðreyndir hafa engin áhrif er umræðan tilgangslaus, og jafnvel verra, dreifir ruglinu. Það er ekki hægt að eiga umræðu ef annar aðilinn tekur ekki þátt í góðri trú.
Auðvitað reynum við fyrst að hrekja þvaður og benda fólki á að það fer með rangt mál en það þarf ekki nema nokkrar mínútur eða fáein tilsvör til að sjá hvort það er tilgangur með því. Ef það er tilgangslaust þá hættum við!
Spurningar
„En má ekki spyrja spurninga?“ segja aðrir og spyrja iðulega spurninga sem er búið að svara. Eins og þeir viti ekki að það er algeng áróðursaðferð að spyrja bara spurninga; „ertu hættur að berja konuna þína?“ „hvað ef gyðingar eru með áætlun um að skipta út hvíta kynstofninum?“, „er það satt að allir innflytjendur séu á bótum?“.
Siðlausir skíthælar
Það eina sem sannarlega virkar er að benda öðrum á að það sem þetta fólk er að segja er sturlað kjaftæði og það virkar vel harðort, þannig getum við hugsanlega takmarkað útbreiðsluna eitthvað. Það skiptir ekki máli þó rasistum sárni. Vandinn er að á sama tíma eru háværar raddir, eins og til dæmis Frosti Logason, Brynjar Barkarson eða Þórarinn Hjartarson hér á landi, eða Joe Rogan/Jordan Petersonn/Gad Saad svo við tökum stærra dæmi erlendis, að dreifa þessu kjaftæði gagnrýnislaust til að græða peninga því þetta eru siðlausir skíthælar.
Þess vegna meðal annars segjum við upphátt að rasistar séu rasistar og jafnvel stundum klikkaðir samsærissinnar; til að vega upp á móti áróðri og reyna að koma í veg fyrir faraldur ranghugmynda (sem er hugsanlega of seint).
Matti - 09/06/25 20:54 #
Það er dálítið skrítið að fólkið sem hefur mestar áhyggjur af meintri „ritskoðun“ umræðunnar af hendi „woke“ virðist ekki hafa áhyggjur af afskaplega raunverulegu ritskoðun sem á sér stað í Bandaríkjunum í dag, þar sem t.d. nemendur missa landvistarleyfi eða fá ekki að útskrifast vegna þess að þeir tjá sig um Ísrael og Palestínu sem ekki hentar yfirvöldum, opinberir starfsmenn eru látnir heita forsetanum hollustu og ferðamenn til Bandnaríkjanna geta átt á hættu að vera ekki hleypt í landið ef þeir hafa gagnrýnt Trump á samfélagsmiðlum (ég fer semsagt ekki til Bandaríkjanna meðan hann er forseti)!
Það er næstum eins og allar þessar áhyggjur af málfrelsi séu tilbúningur!
Árni - 09/06/25 23:31 #
Það er ansi skrýtið að vera með svona eldræðu gegn fólki sem spyr „hvað ef gyðingar eru með áætlun um að skipta út hvíta kynstofninum?“ og nefna svo gallharða Síonista eins og Þórarinn Hjartarson, Jordan Peterson og, af öllum mönnum, Gad Saad, sem þvert á móti er Gyðingur með mjög opinbera áætlun um að skipta út palestínska kynstofninum. Hér er verið að steypa saman alls konar ólíkum hópum í einhvern einn mann sem er svo ráðist gegn á slitkenndan máta.Ég ýmida mér að þú fáir einhverja útrás úr þessum skrifum en þau meika ekki mikinn sens.
Mordur - 10/06/25 00:39 #
Þú ert nú meira skoffínið... segist „treysta vísindum“ og aðhyllast þróunarkenningu Darwins en breytast skyndilega sjálfur í SKÖPUNARSINNA þegar kemur að þróun mannsins. Reikna með að þú viðurkennir að náttúruval móti fugla, fiska og spendýr (veit satt að segja ekki hvort þú skilur 101 í líffræði..) en þegar röðin kemur að mannkyninu kemur einhver sú slakasta samsæriskenning sem ég hef heyrt sem fjallar um yfirnáttúrulega eiginleika Homo Sapiens, sem á að sýna hvernig maðurinn er undanskilinn lögmálum líffræðinnar. Þvílikur trúður sem þú ert lol - flaðrar um þig með vísindum þrátt taugafræðilega skilvirkni til ná utan um grundvallaratriði þróunarkenningu Darwins haha
Matti - 10/06/25 11:32 #
Árni: Hér er verið að steypa saman alls konar ólíkum hópum í einhvern einn mann sem er svo ráðist gegn á slitkenndan máta
Ég er ekki að steypa nokkru saman, en samsæriskenninguna um að gyðingar vilji skipta hvíta manninum út nefndi ég einmitt vegna þess að margir rasistar eru Síonistar. Því er skrítið að sjá þá nota hana.
Ég ýmida mér að
Það er allt í lagi.
Mordur: en breytast skyndilega sjálfur í SKÖPUNARSINNA þegar kemur að þróun mannsins.
Þetta er undarleg pæling! Þróunarkenningin og önnur vísindi sýna einmitt að það er bara eitt mannkyn.
En kæru aular, ef þið ætlið að tjá ykkur frekar hér þá verðið þið að nota alvöru netföng. Ég hef enga þolinmæði fyrir nafnlausum bjánum á þessari síðu.