DxO Optic

Smá prufa með DxO Optic. Sótti demó útgáfu af því um daginn og prófaði, lýst ansi vel á þetta forrit. Reyndar er böggur í núverandi útgáfu, forritið les ekki myndir sem eru fluttar með Nicon View, maður verður að kópera myndir beint af myndavélinni, en þá fær maður ekki allar Exif upplýsingar með myndinni. Þetta á víst að vera í lagi í næstu uppfærslu sem kemur í Júli. Ég veit ekki hvort ég á að bíða eftir þeirri uppfærslu, forritið er á kynningarverði þessa dagana.

Það er ágætis umfjöllun um þetta forrit á luminous-landscape sem er stórgóð síða um stafræna ljósmyndun.

Örlítið dæmi tekið í Montecatini Terme, færið músina yfir myndina til að sjá fyrir og eftir mynd.