Örvitinn

HENSON - FC CCCP

Spilaði með HENSON á móti FC CCCP áðan bikarleik á gervigrasinu í Laugardal. Leikurinn fór ekki vel, endaði 3-1 fyrir FC CCCP sem spiluðu ágætlega. Það má segja að munurinn á liðunum hafi falist í nýtingu á færum, enda klúðraði HENSON tveimur vítaspyrnum í fyrri hálfleik.

FC CCCP komst yfir um miðjan fyrri hálfleik eftir hræðileg varnarmistök hjá HENSON, en varnaðurmaður gaf mjög slæma sendingu aftur sem CCCP-arar nýttur sér.

Síðar í fyrri hálfleik fengu HENSON tvö víti, annað fyrir hendi en hitt fyrir brot inni í teig. Hvoru tveggja voru strangir dómar en ekki rangir. Báðar vítaspyrnunar fór forgörðum, skotið framhjá. Það gengur náttúrulega ekki að klúðra tveimur vítum í svona leik.

Í síðari hálfleik pressaði HENSON en skapaði ekki nein markverð færi, CCCP nýtti sér skyndisóknir og skoraði tvö mörk á síðustu 10 mínútunum. HENSON minnkaði svo muninn þegar fimm mínútur voru eftir.

Ég spilaði síðustu 20 mínúturnar af leiknum, stóð mig ágætlega held ég. Tókst að næla mér í smá skræmu á hnéð. Stelpurnar mínar eru eitthvað að spá í að banna mér að spila fótbolta eftir að þær sáu sárið :)

boltinn
Athugasemdir

JBJ - 23/05/03 15:27 #

URR.. þetta er manly!

Maður er svo mikill frummaður að manni finnst ekkert flottara en að spila alblóðugur... en það er víst búið að banna það núna.

(jújú þetta er ársgömul færsla sem ég er að commenta á ... datt inn á hana.. fyrsta síðan á google þegar leitað er að FC CCCP)

Matti Á. - 23/05/03 15:35 #

Það er eiginlega til vandræða hvað ég er oft ofarlega á google :-) Ég fjallaði meira um þetta ágæta sár í öðrum færslun [1 2] enda reyndist það verra en ég hélt.

Þess má svo geta að ég er akkúrat núna með góða grisju aftan á ofanverðu læri yfir vætlandi brunasári sem ég fékk í leik á miðvikudag.

Það þýðir ekkert að væla þó það blæði örlítið :-)

JBJ - 26/05/03 22:31 #

Noh.. þetta slagar alveg upp í það þegar ég skriðtæklaði í tennishöllinni sálugu og sveið af mér efri hluta læris og hægri rasskinn... en ég bjargaði marki!