Örvitinn

Gvuð forði oss frá trúleysingjum

Biskupinn var að flytja Prédikun á Borg á Mýrum um daginn. Væntanlega messað þar yfir einhverjum hópi. Tilefnið viðgerð á enn einni Kirkjunni, nóg má nú ausa af fé í montbyggingar þó í ræðum sé sífellt talað um fátæktina sem steðjar að svo mörgun. Af ræðu Biskupsins er ljóst hvað það er sem ógnar ekki bara kirkjunni, heldur samfélaginu öllu um þessar mundir. Trúleysið.

Tengist hugsanlega eitthvað því að umsókn Siðmenntar um að fá skrásetningu sem trúfélag hefur víst verið hafnað samkvæmt heimildum blaðamanna Fréttablaðsins.

Hvað um það, vitnum í Biskupinn.

Spámenn eru víða á ferðum. Ekki skortir þá sem flytja boðskap í nafni æðri máttarvalda, - og valdið æðsta sem skírskotað til er til dæmis almenningsálitið eða tíðarandinn. Allt það sem kennir og boðar að það sé auðveld leið til gæfunnar, að hamingjan sé fólgin í því að líða vel og líta vel út og vera hress og láta sig engu varða náungann, lífið, umhverfið, nema að því marki sem við gætum fengið eitthvað út úr því, grætt á því. Allt sem segir: „Enginn Guð!“ Allt sem segir: „Allt er jafngilt, allt er afstætt, allt er falt og allt til sölu, Ekkert er heilagt, nema réttur hins sterka, og rétturinn að græða.“ -„Fals!“ segir Kristur, blekking, lífsfjandsamleg, eyðandi, jafnvel þótt merkimiðarnir séu glæsilegir og umbúðirnar traustvekjandi. „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“ - og ávextirnir eru þegar best lætur plat, en geta líka verið banvænir.

Ég var nú aldrei á þvi að Siðmennt ætti að reyna að fá skráningu sem trúfélag. Hef verið þeirrar skoðunar að Siðmennt ætti að standa fyrir utan svona mál sem ljóst er að verða umdeild.

Ég hefði talið það mun sterkari leik að SAMT hefði farið í þennan slag. SAMT hefur hvort sem er það orð á sér að þar sé fólk öðruvísi en fólk er felst. Þeir fordómar eru náttúrulega ekki réttlætanlegir, en ég sé ekki ástæðu til þess að rugga bátnum í kringum Siðmennt. Hef talið að Siðmennt hafi róið í nokkuð lygnum sjó.

Annars er ég ekki ennþá búinn að jafna mig almennilega eftir Nýaldarrökræðurnar síðast þegar ég mætti á SAMT fund, hef ekki mætt eftir það. Sjáum til hver staðan verður eftir að krönsinu er lokið. Fjalla kanski meira um þá rökræðu síðar. Get samt komið þvi að hér að eftir þann fund fór ég náttúrulega að kynna mér málið sem rökrætt var um betur og komst að því að ég hafði rétt fyrir mér. Hálf kjánalegt að rökræða á þessum vettvangi við fólk sem kemur með frasa eins og að "vísindamenn eru þröngsýnir" og svo framvegis.

efahyggja
Athugasemdir

regin - 23/07/02 09:23 #

Þetta trúarhjal er bara eins og annað tungumál fyrir mér. Ég bara hreinlega skil þetta ekki.