Örvitinn

Helgarskýrsla

Vann til miðnættis á föstudaginn, svaf til 11 á laugardag. Laugardagurinn fór svo í tiltekt og undirbúning fyrir grillboðið sem við vorum með um kvöldið.

Vinkonur Gyðu mættu síðan í grill ásamt mökum. Þetta eru hópur kvenna sem spjallar á netinu og hittist svo einu sinni í viku með börnin sín (þær eiga allar börn fædd 2001). Þetta var í fyrsta sinn sem karlarnir hittast. Kvöldin heppnaðist vel, maturinn góður og stemmingin fín. Fyrstu gestir mættu klukkan 17:00 en þá byrjaði bein útsending á Eurosport frá æfingaleik Liverpool gegn Wolfsburg. Gaman að því. Um kvöldið drakk ég ótal bjóra, Gyða var farin að hafa áhyggjur af því að ég væri að verða of ölvaður.. en þetta var allt innan velsæmismarka :)

Ég fékk svo þriggja tíma svefn aðfaranótt sunnudags þar sem það var komið að mér að vakna með stelpunum. Heilsan var fín og stelpurnar kátar þannig að það var ekki undan neinu að kvarta.

Ólafur Þór hringdi í mig um ellefu og bað mig um aðstoð við flutninga sem var náttúrulega sjálfsagt mál. Ég mætti í flutningana um hálf tvö, þetta gekk bærilega og tók ekkert alltof langan tíma.

Fórum í kvöldmat til foreldra minna. Fékk lánaða sláttuvélina hjá þeim og sló blettinn. Þyrfti að gera það oftar en einu sinni í mánuði.

Þreytan er eitthvað farin að segja til sín, vekjaraklukkan verður ekki stillt í fyrramálið. Sjáum til hvenær stelpurnar vakna. Mæti samt galvaskur í World Class fyrir vinnu.

dagbók
Athugasemdir

Gyða - 29/07/02 13:35 #

Matti gleymir að segja frá því hvað vinkonur mínar voru allar hrifnar af því hvað ég á duglegan mann í eldhúsinu. Þær héldu sko ekki vatni fyrir þessum manni sem var fyrst að undirbúa matinn og svo að ganga frá matnum aftur og vaska upp í eldhúsinu. Var sko marg búið að spyrja mig hvort ég gæti ekki klónað eitt eintak fyrir þær :-) Svo held ég að það skemmi ekki fyrir hvað hann er mikil dúlla líka :-) Gyða