Örvitinn

úff

Svaf til rúmlega tíu í morgun. Þurfti greinilega að vinna þetta upp eftir þriggja tíma svefn nóttina áður.

Tók íþróttadótið með mér og fór á bílnum í dag, skelli mér í ræktina eftir hádegi. Ég er ennþá með heljar harðsperrur í löppunum eftir föstudagsæfinguna. Það er fínt að vera með harðsperrur. Harðsperrur eru fyrir karlmenn :)

dagbók
Athugasemdir

regin - 29/07/02 14:12 #

Sæll, Matti. Hvernig er það ertu að éta eitthvað af þessum fæðubótarefnum, creatín, l-glutamín og hvað þetta heitir allt?

Matti - 29/07/02 14:16 #

Nei ég nota ekkert af þessu fæðubótadóti. Borða bara hafragraut og skyr :)

Annars keypti ég mér L-Carentine þegar ég var hjá einkaþjálfaranum og tók svoleiðis pillu fyrir svefninn til að brenna fitu. Tók mig svo til einn daginn og gerði smá rannsókn á netinu og komst að því að fullt af rannsóknum benda til þess að það virki ekki neitt. Hætti þá að nenna að taka þær pillur.

Hef stundum étið prótínstangir milli mála. Held að það sé ágætt þegar maður er að lyfta. Ég tími ekki að fjárfesta í einhverju rándýrum aukaefnum. Geri það kannski síðar þegar ég legg meiri áherslu á að auka vöðva. Í dag er ég náttúrulega fyrst og fremst að hugsa um að brenna fitu (reyndar með því að auka vöðva!!)