Örvitinn

You'll never walk alone

Í tilefni þess að næsta sunnudag mætast Liverpool og Arsenal í leik um góðgerðarskjöldinn sem markar upphaf tímabilsins í enska boltanum er lag dagsins lagið You'll never walk alone í flutningi Gerry and the pacemakers.

Lagið er sálmur sem m.a. Elvis Presley flutti. Gerry and the pacemakers komu því á toppinn í Bretlandi og í kjölfar þess hófu stuðningsmenn Liverpool að syngja það fyrir leiki sína.

Stuðningsmenn fleiri liða syngja þetta lag, meðal annars stuðningsmenn Celtic í skotlandi, en ég held að það séu engar ýkjur að kalla þetta Liverpool lag.

Ég stefni á að komast á Anfield í vetur. Ef það tekst er nauðsynlegt að vera með þetta lag á hreinu og taka vel undir þegar það er sungið. Jafnvel þó maður sé laglaus eins og ég.

Lagið getið þið sótt hér: [NeverWalkAlone.mp3 ~2.5MB]

lag dagsins
Athugasemdir

Gyða - 08/08/02 10:55 #

Já þetta er bara nokkuð gott lag. Skrítið að hafa búið svona lengi með Liverpool manni og hafa aldrei áður heyrt lagið almennilega, maður heyrir nú ekki lagið mjög vel þegar þúsundir manna syngja það saman á Anfield í sjónvarpinu :-) Gyða

Debuty - 09/08/02 10:18 #

...þetta er ömurlegt lag!!! ´ .....En hinsvegar er ég að skoða eina góða ferð á boltan í vetur. Þá værum við að tala um annað hvort að sjá United vs. Liverpool eða öfugt eða reyna ná leikjum hjá báðum liðum. Það er nefninlega svo stutt á milli Liverpool og Manchester. Er í viðræðum við Lúlla hjá Úrvali Útsýn....... Þú kemur að sjálfssögðu þá með í þá ferð!!!!

Matti - 09/08/02 12:49 #

Þið United menn eruð nú ekki þekktir fyrir mikla stemmingu á vellinum :) Hvenær er þessi ferð sem þú ert að plana Davíð minn? Ég kemst ekki í neina ferð fyrir áramót (geri a.m.k. ekki ráð fyrir því) vegna vinnu.

Eftir áramót verður farið á Anfield, það er engin spurning. Stebbi mágur mætir með.

Davíð - 12/08/02 13:27 #

Ég væri að tala um eftir áramót. Við skulum hittast og skoða það mál. (annað fyllerí thíhí)