Örvitinn

mysql

Var að færa dagbókina yfir í mysql gagnagrunn. Þetta breytir engu í virkni dagbókarinnar út á við en núna eru gögnin geymd í gagnagrunni í stað textaskráa áður. Nú þarf ég bara að laga listann yfir nýjustu athugasemdir á forsíðunni en þar birtist núna bara ein athugasemd varðandi hverja færslu, en ég vill að allar athugasemdir við hverja færslu sjáist í þessum lista.


Sjáum til hvort ég redda því ekki á næstu dögum.

Setti líka upp eldvegg á vélinni í dag. Núna ætti enginn að geta tengst ftp eða ssh nema frá CCP netinu. Sjáum líka til hvernig það gengur :)

Uppfært 21:12 Núna er listinn yfir nýjustu athugasemdir nokkurn vegin eins og ég vill hafa hann.

Uppfært 21:39 Breytti athugasemdakerfinu þannig að í stað þess að fá popup glugga fer maður nú inn á færsluna sjálfa og getur sett inn athugasemd þar neðst. Það er bæði fljótlegra og snyrtilegra að mínu mati.

vefmál
Athugasemdir

Matti - 09/08/02 10:55 #

þetta er prufa... athugasemdir virðast ekki vera í lagi. Þær koma á vefinn en maður fær villu þar sem eitthvað virðist klikka í samskiptum við vefþjón... og ég veit hvað það er sem klikkar, eldveggurinn lokar á SMTP :) Best að opna fyrir það.

Þetta virkar núna, málið var að eldveggurinn sem ég var að setja upp lokaði á allar tilraunir til þess að tala við póstþjóninn hjá símanum sem ég nota til þess að senda mér tilkynningar þegar ný athugasemd er sett inn. Um leið og ég opnaði fyrir það fór þetta að virka. Gaman að þessu :|