Örvitinn

góðan daginn

Sömuleiðis. Það er ljóst að Regin þarf að fá réttindi til að setja inn greinar :-)

Ég svaf eins og samkynhneigður karlmaður í morgun, mætti þar af leiðandi ekki fyrr en 9:00 í World Class.

Árskortið mitt í World Class er annars að renna út. Kostar 39.000.- að fá nýtt. Djöfull finnst mér það dýrt. Ég fæ 12.000.- króna íþróttastyrt á ári frá vinnunni þannig að það kemur á móti. 27.000.- er samt mikið :-)

Ég klikkaði alveg á því að skoða nýju stöðina í Kópavogi í gær. það var víst opið hús. Fóruð þið?

Setti saman þyngdargraf í gær sem ég skelli á vefinn í dag. Þessi mánuður er nú nokkuð sléttur en þó þarf að geta þess að þegar ég byrjaði að vigta mig daglega fór ég að vigta mig heima í stað þess að vigta mig eftir tímana í World Class. Þetta bætir náttúrulega ~1kg við töluna, en er miklu eðlilegri mæling.

Ég er bara að reyna að átta mig á því hvernig ég læt Excel gera línur frá Trendline í punktana. Æi, ég sýni ykkur seinna.

dagbók
Athugasemdir

Regin - 26/08/02 11:33 #

Ég rétt aðeins leit inn í sporthúsið, þetta virðist vera glæsilegt. Varðandi verð, þá er verið að bjóða árskort á 30. þús. í Sporthúsið, miðað við WC virðist það vera skratti sanngjarnt.

Matti - 26/08/02 11:39 #

30 þúsund er sanngjarnara en 39 þúsund svo mikið er víst :-)

Ég verð að tékka á því hvort þeir geta ekki boðið mér betur í World Class, annars er þetta bara spurning um að flytja sig um sel.

En samkvæmt þessari síðu er verðið á árskorti í Sporthúsinu 46.800 krónur. Hvaðan hefur þú þínar upplýsingar?

Matti - 26/08/02 13:10 #

Þetta 30.000.- dæmi er semsagt tilboð í gegnum Breiðablik, er ekkert mál að komast inn í það?

Hvaða stöðvar eru annars inni í þessu? Baðhúsið er einungis fyrir konur. Þrekhúsið er vestur í bæ og sporthúsið er í Kópavogi. Staðsetningin á þessum stöðum hentar mér í rauninni frekar illa.

Regin - 26/08/02 13:13 #

Ég sendi bara þessari frú ímeil, spurði útí dæmið. Hringdi svo í hana og gaf henni upp VISA númer o.s.frv. Og splæsti á tvö kort. Já staðsetningin er ekkert spes, fyrir þig það er.