Örvitinn

árans ári

Rölti á Sportkaffi klukkan sjö og horfði á leik Liverpool og Newcastle í beinni útsendingu. Hörku leikur, Liverpool voru mun sterkari en gekk illa að skora. Michael Owen klúðraði færum eins og honum voru borgað fyrir það

Í seinni hálfleik komust mínir menn þó 2-0 yfir og þá hélt ég að björninn væri unninn, en fjandinn hafi það, Newcastle jöfnuðu leikinn á síðustu tíu mínútunum og satt að segja voru þeir nálægt því að sigra.

Ég er mættur aftur til vinnu, sár og svekktur. Magnað hvað maður lætur fótboltann spila með tilfinningarnar. Svo geri ég grín að trúmönnum :-)

boltinn
Athugasemdir

regin - 03/09/02 15:14 #

Ég held að Matti borði of mikið eða hreyfi sig ekki nóg. Þyngdin stendur bara í stað :-)