Örvitinn

leikskólaprestur

Fyrirsögnin er ekkert grín. Gyða fór á foreldrafund í leikskólanum í gær og sagði mér svo merkilegar fréttir.

Leikskjólastjórinn sagði meðal annars frá því á fundinum að presturinn í hverfinu hefði farið fram á að fá að heimsækja leikskólann.

Gyða var í mömmumorgnum síðasta vetur þar sem þessi sami prestur var að segja frá því að hann væri að heimsækja leikskólana í hverfinu. Gyða hélt jafnvel að hann hefði talað um að þetta hefði verið sjálfsagt mál nema hjá einum leikskóla, sem er þá væntanlega leikskólinn okkar, þar sem hún ætlar að senda heim bréf og fá samþykki foreldra.

Það þykir mér náttúrulega gott mál, en ég sé samt ekki hvað í ósköpunum þessi prestur ætlar sér með því að messa yfir leikskólakrökkum. Það segir sig sjálft að ég mun ekki senda mitt barn í leikskólann þá daga sem presturinn kemur og mun um leið fara fram á að fá þá daga endurgreidda.

Ég vona náttúrulega að foreldrar hafi vit á því að synja þessari beiðni prestsins, en ég tel ekki miklar líkur á því. Það vantaði náttúrulega mann eins og mig á þennan fund í gær til þess að benda á að það væri ekkert sjálfsagt mál að prestur kæmi í leikskóla til að ljúga að börnunum.

Ljúga segi ég og stend við það. Sjáið til, ég hef enga trú á því að allir prestar séu fífl. Flestir en ekki allir.

Ég get alveg skilið að fólk trúi á Gvuð og eitthvað yfirnáttúrulegt og að það sé eitthvað meira í þessum heimi en bara það sem við sjáum. Ég er ekki sammála þessu en hef vissan skilning á því.

En þegar fullorðið fólk sem hefur gengið í gegnum háskólanám í Gvuðfræði segir blákalt að Jesú hafi gengið um og framkvæmt kraftaverk og risið upp frá dauða og svifið upp til himna tel ég alveg ljóst að þetta fólk er annað hvort snarklikkað eða að það lýgur vísvitandi.

Uppfært 15:30
Gyðu finnst þetta full harðort hjá mér :-) Við skulum sjá til hvort ég sleppi því að setja barnið á leikskóla dagana sem presturinn mætir. Ef crunchið verður búið í vinnunni hjá mér hika ég ekki við það. Uppfært 08.09.02 Það er ekki þar með sagt að ég muni gera það, ég mun bara ekki eiga í erfiðleikum með að framkvæma það. Það getur vel verið að ég láti barnið samt fara í leikskólann

Að sama skapi ætla ég að bjóða Áróru að sleppa því að fara í skólann þegar kemur að kirkjuferð. Bjóða henni í bíó eða eitthvað annað skemmtilegt í staðinn.

Uppfært 08.09.02
Hvað ætli presturinn myndi segja við því ef Sjálfstæðismenn tækju upp á því að heimsækja leikskólana? "Einu sinni var lífið voðalega erfitt á Íslandi, en svo kom Davíð Oddsson til sögunnar og síðan hefur allt var gott og fagurt".

40% þjóðarinnar trúa því eflaust, samkvæmt aðferðafræði sumra trúmanna telst það fullgild sönnun :-)

Hvern er ég annars að blekkja, presturinn er væntanlega kristilegur íhaldsmaður og þar af leiðandi Sjálfstæðismaður :-|

Þar sem konan mín virðisti eiga í vandræðum með að að skilja mig get ég varla gert ráð fyrir því að aðrir geri það. Það sem ég skrifa á þennan veg litast af tilfinningum mínum. Hér set ég fram skoðanir mín. Ég framkvæmi ekki allar skoðanir mínar, svo mikið er ljóst.

Ég er aumingi að ibba gogg :-(

Þessi færsla er í vinnslu...

dagbók leikskólaprestur
Athugasemdir

Hildur Björk - 08/09/02 13:12 #

Og hvað ætlaru að gera ..um páska og á litlu jólunum þar sem skólayfirvöld hafa ekki enn getað gert þau guðlaus. Svo ætti nú siðmennt að skella sér í umræðuna sem verður hvað heitust á næsta prestaþingi um hvað meiga prestar og þjóðkirkjan ganga langt þar sem þetta er ríkistrú. Er þeim þá ekki velkomið að fara á alla leikskóla? En allavena ...það verður spennandi að fylgjast með þessu hjá þér:) og þú hefur vonandi kynnt þér að þú átt rétt á að vita um allt sem er lagt ofan í börnin þín..þannig þú ættir kannski að fá "svona til að pirra prestinn" á blaði það sem hann ætlar sér að koma til barnana;) Jæja nóg í bili. Hildur Björk

Matti Á. - 08/09/02 13:35 #

Ég mun, þegar allt kemur til alls, væntanlega ekki gera nokkurn skapaðan hlut :-(

Ragnar - 29/09/03 12:34 #

Það er svo rétt að bæta því við þetta að auðvitað fara Sjálfstæðismenn ekki í leikskólana. Þeir fara hins vegar í grunnskólana. Seint gleymist þegar sjálfstæðisforkólfar á Ísafirði buðu unglingum á hrikalegt fyllerí. Sýslumaðurinn stóð á sviði og sagði brandara fyrir framan börnin sem skiptust á að fara fram til að æla. Á barnum voru svo allir samviskusamlega skráðir í flokkinn. Aldurinn var 14-17 ára, það var hallærislegt að mæta á svona barnasamkomur ef maður var orðinn eldri. Já, Sjálfstæðisflokkurinn var sko málið - Enginn bauð betur - Amen