Örvitinn

Ég er nörd

Að minnsta kosti finnst mér rosalega gaman að fá nýja öfluga tölvu í vinnunni. Vorum að uppfæra stóran hluta tölvanna hér. Ég fer úr P3-600 upp í P4-1800 vél með GeForce4Ti4400 skjákorti. Þetta eru alienware tölvur, ansi flottar satt að segja.

Nú er bara að prófa að spila eve og sjá hvernig hann virkar á nýju vélinni.

græjur
Athugasemdir

regin - 09/09/02 14:55 #

Alienware. Eru þetta dýrar græjur? Hvað varð um Dell og Compaq og þess konar dót. Er það ekki næginlega gott fyrir svona forritunargaura? :)

Matti Á. - 09/09/02 15:02 #

Alinware leggja fyrst og fremst áherslu á að selja leikjatölvur.

Flestar tölvurnar hér innanhúss voru nú bara no-name tölvur, þ.e.a.s. ekkert Dell eða Compaq dót hér. Aftur á móti eru 21" IBM skjáirnir geðveikir :)

Ástæðan fyrir því að við erum komnir með þessar alienware tölvur er að þær voru keyptar fyrir fréttamannafund sem var haldinn úti í USA um daginn og CCP samdi svo við Simon&Schuster um að kaupa þær af þeim.

Þetta eru annars helvíti vígalegir kassar, turnar af stærstu gerð með nokkrum viftum. Það er ágætis suð hér inni í skrifstofunni eftir að þrjár svona tölvur eru komnar í gagnið.