Örvitinn

mengunarský

Er að hlusta á Smog. Veit ekki mikið um þetta band, held þetta sé jafnvel bara þessi eini gaur Bill Callahan. Hvað um það, hann syngur eins og engill. Söngur hans minnir mig stundum á Eddie Vedder. Lögin er róleg og melódísk. Þetta er afslappandi tónlist. Ágætt að renna í gegnum þetta á milli þess sem ég hlusta á System of a down og tool

Lög verða ekki mikið rólegri en þetta: [Smog-LeftOnlyWithLove.mp3 ~4MB]

Athugið nú þarf að slá inn notendanaf og lykilorð til þess að sækja skrár. notandi: ipso lykilorð: facto

Hvað er annars íslenska orðið fyrir smog?

lag dagsins
Athugasemdir

regin - 10/09/02 13:57 #

Smog= mistur?

Einar - 10/09/02 18:42 #

Matti, ég verð að segja að ég er mjög hreykinn af þér fyrir að vera að hlusta á System of a down. Mér finnst það vera eitt það áhugaverðasta band á markaðnum núna þar sem allt flæðir af industrial rokki s.s. Linkin park, Limp Biskit og þess háttar. Frekar þreytt orðið

Matti Á. - 10/09/02 19:01 #

Linkin Park hef ég aldrei hlustað á , Limp Biskit hlustaði ég nú á fyrir þremur árum þegar Significant other kom út. Þótti sá diskur góður en hann eldist illa. Þeir hafa ekkert gert af viti síðan.

System of a down er massaband, hörkuþétt rokk. Vonandi að þetta endist hjá þeim. Annars á ég það nú til að skella Vulgar Display Of Power með Pantera af og til í Playlistann til að rifja upp gamlar stundir.

En þess á milli er það rólega tónlistin, eins og Smog, Belle&Sebastin og Badly Drawn Boy

Regin - 11/09/02 09:18 #

Þessi System of a down plata er alger djö. snilld. Ég er mikið hrifinn af þessum söngvara.