Örvitinn

Slappleiki

Gyða er slöpp. Ég held að hún sé fyrst og fremst illa sofin. Ég er því heima núna og hún er uppi að leggja sig. Inga María sefur úti í vagni og Kolla er á leikskólanum.

Miklar pælingar í gangi núna varðandi Kristinfræðikennslu í Grunnskólum. Tek það saman bráðlega.

Mér finnst þessi þráður á huga alveg magnaður. Þetta fólk kvartar undan því hvað Gvuð fær lítið pláss á Íslandi í dag. Uppáhaldstilvitnun mín úr þessum þræði hlýtur að vera: "Stjórnmálamenn þora ekki að láta sér um munn fara svo sem eitt orð um trúmál, þótt þjóðkirkja sé við lýði í landinu."

dagbók
Athugasemdir

Einar - 22/09/02 12:52 #

"Ef þið eruð kvenkyns, veltið því fyrir ykkur tvisvar." Hvað hefur Gyða og dæturnar þrjár um þetta að segja????

Matti Á. - 22/09/02 14:10 #

Ég held þær séu allar frekar sáttar við að búa í þjóðfélagi þar sem ítök Kristinnar Kirkju fara þverrandi, þvert á vilja ýmissra stjórnmálamanna og forsvarsmanna Kirkjunnar.

e - 22/09/02 17:14 #

Já, en burt séð frá höfuðmáli greinarinnar þá fannst mér þessi setning "Ef þið eruð kvenkyns, veltið því fyrir ykkur tvisvar." birtast úr heiðbláum himni og ekki eiga við nein rök að styðjast.

Matti Á. - 22/09/02 20:19 #

Þvert á móti. Í fyrsta lagi er ég að svara skrifum konu sem vill auka ítök kristni á Íslandi.

Í öðru lagi er það óumdeilt að mikil fylgni er á milli réttarstöðu kvenna og ítaka trúarbragða. Þar sem trúarbrögð eru "sterk" eru réttindi kvenna í heiminum minnst.

Því ættu konur að hugsa sig um tvisvar þegar þær vilja auka ítök trúarbragða í því þjóðfélagi sem þær búa í.

Annað var það nú ekki sem ég var að íja að, hefur þú eitthvað út á það að setja ?

Einar - 23/09/02 09:10 #

Rétt getur það nú verið að trúarbrögð eru meira iðkuð þar sem konur eru kúgaðar. Samt get ég nú ekki sagt að það eigi við konur í hinum vestræna heimi! þar sem þær geta gengið í skóla, unnið og gert næstum allt það sem við karlmennirnir getum gert -þá á ég við að konur hafa kannski ekki náð sama stalli í atvinnulífinu eins og menn því þær hafa verið mun styttra á markaðnum þó svo það er mjög á undanhaldi. Þessi rökstuðningur væri einungis við hæfi ef við værum að tala um að auka ítök þeirra trúarbragða sem eru mjög einbeitt á mismunun kynjana eins og sést í þeim austurlöndum sem hin múslimska trú er iðkuð og dýrkuð. Þó svo að hin kristna trú ýti kannski undir að konan eigi að vera trú og handjárnuð við eldavélina þá trúa meirihluti Íslendinga ekki á biblíuna heldur bara þann guð sem það elst upp við og meðtekur í sínu uppeldi. Fólk spáir ekki svo mikið í þessu heldur bara bara lifir í þessu þjóðfélagi sem á að vera kristið og lætur þar bara kyrt við sitja, sækir kirkju á jólunum og tekur sér frí á helgidögum enda ekkert út á það að setja - allir hafa gaman af því að vera heima á fullum launum. Bókstaflega trúin á biblíuna held ég að sé mjög hverfandi þar sem hún er of gegnsæ. Meira að segja hafa múslimar farið að aðhæfa sína trú við vestræna lifnaðarhætti því að það sem gerst hefur í austulöndum eftir 9-11 er ekki að funamentalistar hafi aukið ítök sín heldur að ráðandi múslimskar stjórnir hafi færst sig inn á hina pólitíska miðju til þess að geta mætt framtíðinni sem er óafvíkjanlega stjórnuð af hinum vestræna heimi.