Örvitinn

blóð í þriðja veldi

Gleymdi að fara í blóðbankann í gær. Þau hringdu í mig í gær og báðu mig um að koma og ég sagðist að sjálfsögðu mæta, en svo gleymdi ég því bara í annríkinu í vinnunni.

Ætla að mæta eftir hádegi í dag, búinn að setja þetta í dagatalið í Outlook.

Eiginlega man ég ekkert lengur nema með því að setja það í dagatalið. Það er ekki jákvæð þróun.

Íslensk Erfðagreining búin að segja upp 200 manns. Það eru svakalegar fréttir. Dáldið skondið að lesa skýringar þeirra. Að þeir séu að tæknivæða rannsóknir. Mér þykir líklegra að þeir séu einfaldlega að draga saman seglin til þess að halda fyrirtækinu lifandi. Það verður áhugavert að fylgjast með genginu í dag.

Svo gekk ég fram á vettvang þessa glæps í gærkvöldi þegar ég fór heim úr vinnunni. Var einmitt að velta því fyrir mér hvað væri í gangi þar sem lögreglan var búin að loka vettvangnum með gulu plasti.

dagbók
Athugasemdir

Matti A. - 27/09/02 13:49 #

bah, rölti í blóðbankann núna rétt áðan. Þeir loka klukkan 12:00 á föstudögum :-( Jæja, ég kíki til þeirra á mánudaginn.