Örvitinn

matvælaverð og samkeppni

Afskaplega þótti mér undarlegt að heyra Halldór Blöndal gaspra um matvælaverð á Alþingi í gær. Ég gat ekki skilið hann öðruvísi en að hátt matvælaverð á Íslandi væri einungis tilkomið útaf getuleysi Samkeppnisstofnunar.

Það vita flestir að það er ekki verðsamkeppni milli matvöruverslana á Íslandi í dag, svo mikið er rétt. Bónus er ódýrastir og svo raða búðirnar sér þar á eftir. Ef Bónus hækkar verð, hækka allir hinir líka. Þannig má segja að Bónus stjórni verðlagi á matvöru hér á landi um þessar stundir.

En það má ekki gleyma því að landbúnaðarstefnan er ansi stór þáttur í háu verðlagi hér á landi. Ríkið hefur þá stefnu að vernda og styrkja innlenda matvælaframleiðslu með því að leggja ofurtolla á erlendar afurðir. Það gerir það svo að verkum að við þurfum að borga hrikalegar upphæðir fyrir matvörur sem eru hræódýrar í öðrum löndum. Áfengisstefna ræður því að verð á léttvíni og bjór er hrikalegt. Ríkið veldur því að bensín kostar morð fjár.

Mogensen og co mega kíkja á samkeppnismálin en Halldór og félagar ættu nú samt að athuga hvort það sé ekki mögulegt að þeir eigi einhverja sök á því að verðlag á matvöru er eins og það er á Íslandi í dag.

Annars er offramboð af svínakjöti þessa dagana. Nú væri skynsamlegt að birgja sig upp fyrir veturinn á meðan maður fær kjötið á þokkalegu verði.

pólitík
Athugasemdir

Regin - 04/10/02 10:28 #

Amen